Jólablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 35
29
Stðan tók hún í eyrað á mér.
Dag nokkurn reyndi ungfrú Daffney að fræða umheiminn á þvi,
að cg væri höfundur að kvæði, sem stóð skrifað á töfluna, þar sem sagt
var, að ungfrúin væri ástfangin af Dernnger skólastjóra, og ennfremur,
að htin væri Ijót. Höfundur kvæðisms var Arak frændi, en ekki eg. Eg
mundi áreiðanlega hafa valið mér mikdsverðara yrkisefm en ungfrúna.
Ungfrú Daffney stóð nú með reglustikuna hjá borðinu mínu, og sagði,
án þess, að nefna nöfn: ,,Ég ætla að komast að því, hver hefur ort kvæðið
á töfluna, og sjá til þess, að hann fái maklega refsingu.“
,,Hann?“ sagði óg. ,,Hvermg vitið þér, að það var strákur en ekki
stelpa?"
Ungfrú Daffney lúbarði mig á hnúana á hægri hendi. Eg hentist
upp úr sætinu. ,,Þór getið ekki lannð mig á hnúana upp úr þurru. Eg
kæn þetta!“ andmælti ég.
,,Seztu!“ sagði ungfrú Daffney.
Ég gerði það. Síðan tók hún í annað eyrað á mér, sem þegar var
orðið afskræmt af klípunum, sem það hafði fengið hjá ungfrú Daffney og
hinum kennurunum. Ég hentist upp úr sætinu aftur, settist síðan rólega,
svo hljóðlega, að varla heyrðist, og sagði: ,,Ég skal ekki þegja yfir þessu.“
„Steinþegiðu! “ sagði ungfrú Daffney, og þó að ég væri sárreiður,