Jólablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 44
Gilsbakkaþula
Kátt er á jólunum, koma þau senn,
— þá munu upp líta Gilsbakkamenn,
upp munu þeir líta og undra það mest,
Úti s;ái þeir sttilku og blesóttan hest,
úti sjái þeir stúlku, sem um talað varð.
,.Það só cg Hér ríður hún Guðrún mín um garð,
það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim.“
Út kemur hann góði Þórður einn með þeim,
út kemur hann góði Þórður allra fyrst,
hann hefur fyrri Guðrúnu kysst,
hann hefur fyrn gefið henm brauð,
— tekur hana af baki, svo tapar hún nauð,
tekur hana af baki 02 ber hana í bæ,
,,Kom þú sæl og blgssuáú segir hann æ,>
,,kom þú sæl og blessuð, keifaðu ínn,
kannski þú sjáir hann afa þiftn,
kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá,
þínar fjórar systur og bræðurna þrjá,
þínar fjórar systur fagna þér bezt,
af skal ég spretta og fóðra þmn hest,
af skal ég spretta reiðtygjum þín,
leiðið þér mn stúlkuna, Sigríður mín,
leiðið þér ínn stúlkuna og setjið hana í sess.“
,,Já,“ segir Sigríður, ,,fús er ég til þess,
,,já,“ segir Sigríður -— kyssir hún fljóð —
„rektu þig ekki í veggina, systir mín góð,
rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér.“
Koma þær ínn að húsdyrum og sænnlega fer,
koma þær ínn að húsdyrum og tala ekki orð,
— þar situr fólkið við tedrykkjuborð,