Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 5

Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 5
 ob - 3 0(3^ Um myndina á kápu Þessi mynd Kjarvals er nú í eigu Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum. Áðuráttihana Guttormur Pálsson, skógarvörður a Hallormsstað, og raunar aðra litla vatnslitamynd eftir Kjarval, þar sem horft er yfir Innskóginn á Hallormsstað og Snæfell fyrir miðju. Svo lengi sem ég man, héngu báðar myndirnar á skrif- stofu Guttorms í Hallormsstaða- bænum. Börn Guttorms gáfu Minjasafninu innbú föður síns, og voru báðar Kjarvalsmyndirnar í þeirri gjöf. Aftan á blindrammanum á þessari skógarmynd Kjarvals stendur skrifað: „Myndin er mál- uð 1922". Á þessari stundu vitum við ekkert frekar um dvöl Kjarvals á Hallormsstað þetta sumar. Mér er heldur ekki kunnugt um, að hann hafi komið þangað síðar. Myndin var allmikið skemmd og auk þess óhrein eftir að hafa hangið uppi í 80 ár. En nú hefir Morkinskinna í Reykjavík gert við hana og hreinsað, svo að nú fá lesendur Skógræktarritsins að sjá hið sanna útlit hennar. Ég þóttist viss um, að fáum utan fjölskyldu Guttorms Páls- sonar og nánustu vandamönnum væri kunnugt um þessar tvær myndir. Velti raunar fyrir mér, hvort skógarmyndin væri ekki næsta fágæt á listferli Kjarvals. Fyrir því sneri ég mér til þeirra tveggja, sem ég taldi myndu geta frætt mig um það: Eiríks Þorláks- sonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, og Kristínar Guðna- dóttur listfræðings, forstöðukonu Listasafns ASÍ, sem Eiríkur benti mér á, að væri nú okkar mesti Kjarvalssérfræðingur, er enda að skrifa bók um listamanninn. Ég sagði þeim báðum, að Morkin- skinna væri búin að gera við myndina. Kristín skrifaði mér bréf 25. september sl., sem hún gefur fyr- irsögnina „Varðandi Kjarval og Hallormsstað", og hefst þannig: „Kjarval dvaldi á Austurlandi sumarið 1914 og fram á haust. Verkefni hans var að mála altaris- töflu fyrir Bakkagerðiskirkju. Samkvæmt skriflegum heimild- um málaði hann einnig á Hall- ormsstað, en í umsögnum um sýningar hans á Seyðisfirði og í Reykjavík er þessara mynda get- ið. Ég hefi undir höndum upp- lýsingar um fjórar myndir sem ég tel vera úr þessari ferð, tvær landslagsmyndir með skógi í for- grunni og tvær skógarmyndir. Þrjár myndanna eru vatnslita- myndir en ein þeirra olíu- mynd|...| Ég skoðaði skógar- myndina í Morkinskinnu og er hún að ég tel þroskaðra verk en þau sem hér um ræðir enda er sú mynd frá 1922 samkvæmt upplýs- ingum á þlindramma og getur það vel passað." Kristín sagðist ekki hafa séð aðrar myndir eftir Kjarval frá þessum tíma með íslenskum skógi en þessar, sem hún nefnir í bréfinu. Þannig er óhætt að full- yrða, að olíumyndin frá 1922 sé býsna sérstök, að þvf er varðar val Kjarvals á viðfangsefninu. Sigurður Blöndal §i f'5 „Embla" ar In/nhaaH W\r\/\ AfKal/cti it er kynbætt birki. Afrakstur kynbótasamstarfs Markar, Gróðurbótafélagsins og Þorsteins Tómassonar forstjóra Rala. Öll ágræðsla móðurefnis og framleiðsla Emblu-fræja fer fram í Mörk. m Allt birki sem selt er í Gróðrarstöðinni Mörk er „Embla". Til í öllum stærðum frá m> skógarplöntum og uppúr. V & Kostir „Emblu" „Embla" hefur þá ríkjandi eiginleika að vera beinstofna tré með einn leiðandi Ijósan stofn. Hraðvaxta og harðgert. Þar sem tréin eru ræktuð Yfir 30 ára reynsla Hjá okkur færðu faglega ráðgjöf. GROÐRARSTOÐIN STJORNUGROF18, SIMI581 4288, FAX 581 2228 Sækið sumarið til okkar www.mork.is eAí .\v =//
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.