Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 9

Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 9
3, mynd. Fjallafura myndar þétt kjarrbelti við skógarmörk í kalkfjöllum Mið- og Austur-Alpanna. Upp úr kjarrþykkninu gægjast einstaka lágvaxin rauðgreni. reynirunnum, Sorbus aucuparia, sem höfðu ekki náð að blómgast og voru greinilega vansælir. í rjóðrum og þar sem skógurinn var gisnastur var undirgróðurinn urðalyngrós, Rhododendron ferrugineum, lágvaxinn einir, Juniperus communis, og svo geisla- sópur, Cytisus purgans, sem flestir garðeigendur hér á landi þekkja vel. Á leiðinni niður frá vatninu, í um það bil 1900 metra hæð, fóru að birtast snotrar seljur, Salix caprea, og þar voru reynitrén orðin þróttmikil og báru mikið af berj- um. Þar voru líka 5 - 6 metra há birki, Betula pubescens, og enn neð- ar fór að sjást rauðgreni, Picea abies. Niðri í Mont-Louis voru bergfururnar geysi-stórvaxin tré, yfirtuttugu metra há (4. mynd). í septembermánuði árið 2003 dvaldi ég með fjölskyldu minni í litlu þorpi skammt frá bænum Briangon í Suður-Ölpunum frönsku, Hautes-Alpes. Einu sinni ókum við hjónin upp í fjallaskarðið Col d’Izoard sem er í 2360 metra hæð. Þar vorum við komin töluvert upp fyrir skógar- mörk. Þetta hátt uppi var gróður- þekjan ekki lengur samfelld, heldur slitróttur heiðargróður þar sem holtasóley, Dryas octopetala, var algengasta tegundin. Hrjóstrugan heiðargróður af þessu tagi þekkjum við vel hér á landi, en sá er munurinn að þarna stafar hann af erfiðu veður- fari en ekki af illri meðferð á Iandinu. Lágvaxin tré uxu á stangli þarna í heiðinni allt upp f rúmlega 2400 metra hæð. Þetta voru evrópulerki, Larix decidua, sem er algengasta skógartréð á þessum slóðum og svo bergfura. Þarna uppi náðu bergfururnar ekki nema þriggja til fjögurra metra hæð, þær voru beinvaxnar en sumar margstofna og þrátt fyr- ir erfið vaxtarskilyrði báru þær mikið af könglum ( 5. mynd). Hin eiginlegu skógarmörk voru 100 til 150 metrum neðan við sjálft skarðið eða f rúmlega 2200 metra hæð. Bergfururnar þarna niðri voru vöxtuleg, beinstofna tré töluvert yfir 10 metra há (6. mynd). Eftir að hafa komist í kynni við bergfuruna á tveimur stöðum í náttúrlegum heimkynnum henn- ar tel ég líklegt að finna megi kvæmi sem hæfa betur íslenskum aðstæðum en þau sem hér hafa verið ræktuð fram til þessa. Úti í hinum stóra heimi er ekki mikill markaður fyrir bergfurufræ og þeir, sem hafa haft það á boðstólum, hafa ekki verið að safna fræi á stöðum sem kynnu að henta okkur. Langmest af því fræi sem hingað hefur borist er úr 1600 - 1700 metra hæð í Pýreneafjöllum, en gróðurskil- yrði, sem koma næst því að vera sambærilegt við það sem gerast hér á landi, eru miklu hærra uppi SKÓGRÆKTARRITiÐ 2004 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.