Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 9
3, mynd. Fjallafura myndar þétt kjarrbelti við skógarmörk í kalkfjöllum Mið- og Austur-Alpanna. Upp úr kjarrþykkninu gægjast
einstaka lágvaxin rauðgreni.
reynirunnum, Sorbus aucuparia,
sem höfðu ekki náð að blómgast
og voru greinilega vansælir. í
rjóðrum og þar sem skógurinn
var gisnastur var undirgróðurinn
urðalyngrós, Rhododendron
ferrugineum, lágvaxinn einir,
Juniperus communis, og svo geisla-
sópur, Cytisus purgans, sem flestir
garðeigendur hér á landi þekkja
vel. Á leiðinni niður frá vatninu, í
um það bil 1900 metra hæð, fóru
að birtast snotrar seljur, Salix
caprea, og þar voru reynitrén orðin
þróttmikil og báru mikið af berj-
um. Þar voru líka 5 - 6 metra há
birki, Betula pubescens, og enn neð-
ar fór að sjást rauðgreni, Picea
abies. Niðri í Mont-Louis voru
bergfururnar geysi-stórvaxin tré,
yfirtuttugu metra há (4. mynd).
í septembermánuði árið 2003
dvaldi ég með fjölskyldu minni í
litlu þorpi skammt frá bænum
Briangon í Suður-Ölpunum
frönsku, Hautes-Alpes. Einu
sinni ókum við hjónin upp í
fjallaskarðið Col d’Izoard sem er
í 2360 metra hæð. Þar vorum við
komin töluvert upp fyrir skógar-
mörk. Þetta hátt uppi var gróður-
þekjan ekki lengur samfelld,
heldur slitróttur heiðargróður þar
sem holtasóley, Dryas octopetala,
var algengasta tegundin.
Hrjóstrugan heiðargróður af
þessu tagi þekkjum við vel hér á
landi, en sá er munurinn að
þarna stafar hann af erfiðu veður-
fari en ekki af illri meðferð á
Iandinu. Lágvaxin tré uxu á
stangli þarna í heiðinni allt upp f
rúmlega 2400 metra hæð. Þetta
voru evrópulerki, Larix decidua,
sem er algengasta skógartréð á
þessum slóðum og svo bergfura.
Þarna uppi náðu bergfururnar
ekki nema þriggja til fjögurra
metra hæð, þær voru beinvaxnar
en sumar margstofna og þrátt fyr-
ir erfið vaxtarskilyrði báru þær
mikið af könglum ( 5. mynd). Hin
eiginlegu skógarmörk voru 100 til
150 metrum neðan við sjálft
skarðið eða f rúmlega 2200 metra
hæð. Bergfururnar þarna niðri
voru vöxtuleg, beinstofna tré
töluvert yfir 10 metra há (6.
mynd).
Eftir að hafa komist í kynni við
bergfuruna á tveimur stöðum í
náttúrlegum heimkynnum henn-
ar tel ég líklegt að finna megi
kvæmi sem hæfa betur íslenskum
aðstæðum en þau sem hér hafa
verið ræktuð fram til þessa. Úti í
hinum stóra heimi er ekki mikill
markaður fyrir bergfurufræ og
þeir, sem hafa haft það á
boðstólum, hafa ekki verið að
safna fræi á stöðum sem kynnu
að henta okkur. Langmest af því
fræi sem hingað hefur borist er
úr 1600 - 1700 metra hæð í
Pýreneafjöllum, en gróðurskil-
yrði, sem koma næst því að vera
sambærilegt við það sem gerast
hér á landi, eru miklu hærra uppi
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2004
7