Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 10
4. mynd. Bergfura í Mont-Louis sem er í 1600 metra hæð í austanverðum Pýrenea-
fjöllum. Mikið af því bergfurufræi sem sáð hefur verið hér á landi er komið af þess-
um slóðum. Þarna verða fururnar meira en 20 metra háar, en veðurfar er mun hlýrra
en hér á landi.
í fjöllunum en þar vex líka álitleg
bergfura. Það hefur einnig verið
flutt hingað til lands allmikið af
fræi frá Danmörku. Hafi því fræi
verið safnað þar í landi má ætla
að uppruni móðurtrjánna sé frá
stöðum sem henti dönsku heið-
unum best.
f vestanverðum Alpafjöllum vex
bergfura á vfðlendum svæðum,
einnig víðs vegar í suðurhluta
Sviss. Það er engum vafa undir-
orpið að innan útbreiðslusvæðis
bergfurunnar hefur hún þurft að
laga sig að mismunandi aðstæð-
um og búa þvf hin ýmsu stað-
brigði (ecotypes) yfir mismun-
andi eiginleikum.
Enda þótt margar ljómandi
snotrar bergfurur séu að vaxa
upp víða um land er alltof mikið
af plöntum sem eru ekki nógu
góðar ef borið er saman við berg-
furu eins og hún hefur komið mér
fyrir sjónir í heimkynnum sfnum
og það á stöðum sem virðast
5. mynd. Bergfurur í 2400 metra hæð,
ofan skógarmarka, í skarðinu Col d’Izo-
ard í Suður-Ölpunum frönsku, Hautes-
Alpes.
bjóða upp á mun verri vaxtarskil-
yrði en eru víða hér á landi. Við
eigum vafalaust margt ólært um
það hverjar aðstæður hún kýs sér
til að þrífast vel. Bergfuran er
ótrúlega nægjusöm hvað jarðveg
snertir, en hún þolir ekki sam-
keppni og í heimkynnum sínum
sest hún einungis að á þeim
stöðum sem henta ekki öðrum
trjám. Hún vill fá nægilega birtu
úr öllum áttum og eru bergfuru-
skógarnir þvf tiltölulega gisnir og
greinarnar ná langt niður eftir
stofnunum. Fyrir bragðið er
bergfuran einstaklega fallegt tré.
Það hefur líka sýnt sig hér á landi
að þar, sem bergfura hefur verið
gróðursett of þétt og ekki verið
hirt um að grisja, hefur hún ekki
getað varist furubikarnum og
hann lagt heilu lundina að velli.
8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004