Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 13
Sigurður Blöndal
Innfluttu skógartrén 1
Sitkagreni (Picea sitchensis (Bong) Carr.)
Heimkynni
Vesturströnd Norður-Ameríku
frá Norður-Kaliforníu til Suður-
Alaska. Vex í 3.000 km mjóu belti
með ströndinni, breiðast 200 km,
víðast um 100 km. Frá sjó upp í
300 m y.s. við Prins Vilhjálmsflóa
í Alaska. Þarna eru mildir vetur,
en sumur frekar svöl og sums
staðar þokur miklar og úrkoma
mikil.
Einkenni og eiginleikar
Stærðir og aidur. Stórvaxn-
asta grenitegund jarðarinnar (af
40-50 tegundum) og sú þriðja
hávaxnasta í stórskóginum í
Norðvestur-Ameríku, sem er há-
vaxnasti skógur á jörðu. Hæsta
sitkagrenitré, sem vitað er um,
var 87 m hátt. Það var í Oregon-
rfki f BNA. í Alaska getur það náð
yfir 61 m á hæð og 3 m f þvermál
í brjósthæð (DBH) næst sjávar-
máli. Sitkagreni (hér eftir
skammstafað SG) getur orðið 7-
800 ára gamalt. Rætur trjánna
eru mjög breytilegar eftir jarð-
veginum, sem þau vaxa í: Oft er
rótarkerfið flatt og grunnt (sjá
4.mynd) - og það er algengast,
en getur orðið allt að 2ja m
djúpt, þar sem jarðvegur er vel
ræstur og djúpt á grunnvatns-
borð.
Framleiðni. SG hefir mesta
framleiðni allra grenitrjáa.
Skoski plöntulífeðlisfræðingur-
inn M.G.R. Cannell hefir rannsak-
að í hverju þetta felst. Hann
skrifar:
„Hin mikla framleiðni SG-skóg-
ar á rót sína að rekja til gerðar
krónuþaksins, og hversu mikilli
ljóstillífun krónan nær.
2. mynd. Heimkynni sitkagrenis.
Eftir H.A. Fowells, 1965
Stærstu bolirnir
í Oregon-ríki fannst á sínum tíma bolmesta SG-tréð: Hæð 65,8 m.
Þvermál í brjósthæð 5,10 m. Rúmtak bolsins var 470 m3. Þaðersvip-
að og rúmtak á ha í meðalskógi fullorðnum á Norðurlöndum. Breidd
krónunnar var 28 m. Þjóðartréð (National Champion) af SG í Forks,
Washington-ríki er 5,4 m dbh og 75,6 m hátt! Líklega er það stærst.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
11