Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 14
3. mynd. Sitkagreni í Staðarfjalli í Suðursveit. Óvíst um uppruna og
gróðursetningarár. Tréð t.v. líkist sitkabastarði (krónulögun og greinahorn), en tréð
í miðjunni er hreint SG. Mynd: S. Bl., 03-08-02.
Ung tré af SG vaxa raunar hægt
(a.m.k. fyrstu 5-10 árin), en aftur
á móti framleiðir skógur af SG
gríðarlega mikið þurrefni (í
Skotlandi 25 tonn/ha/ári), sem
jafnast á við mestu framleiðslu
aspa, víðis og afurðamikils
korns."
Cannell heldur áfram:
„ Hinu stóra yfirborði nálanna f
krónu SG er mjög haganlega nið-
urskipað, svo að inngeislunin
dreifist á mjög virkan hátt um
blaðverkið, og sá hluti þess, sem
er í skugga, getur nýtt sér lágt
inngeislunarflæði. Þeir eiginleik-
ar krónuþaksins, sem gera ljósinu
kleift að brjótast inn í það, bygg-
ist á því, hvernig nálunum er rað-
að á sprotana, hvernig greina-
krönsunum er skammtað pláss,
lögun krónunnar og lítið þvermál
nálanna".
Að lokum skal vitnað í Cannell:
„Sá hluti blaðverksins, sem er í
skuggahliðum krónunnar, er að-
lagaður því, bæði vegna lögunar,
innri gerðar og lífeðlisfræðilega,
að gernýta lítið ljósflæði.
Hjá SG fer verulegur hluti
ljóstillífunar fram á veturna.
Þurrefni ársgamallar plöntu í
Skotlandi getur næstum tvöfald-
ast frá lokum september til miðs
apríl."
Ýmsir eiginleikar. Eina greni-
tegund, sem skýtur svonefndum
„vatnasprotum" út úr bolnum.
Þetta eru grænir sprotar, sem
spretta út neðan við krónuna eftir
að reglulegar greinar hafa dáið.
SG er miðlungs skuggaþolið og
þolir saltrok best trjáa.
Reynslan hérlendis, í Dan-
mörku og Noregi sýndi, að SG er
viðkvæm planta í frumbernsku,
einkum þar, sem hætta var á
haustfrostum. Auðvitað átti
þetta sérstaklega við í uppeldi
undir berum himni í hinu stutta
sumri á íslandi, af því að kvæmin
voru alltaf af suðlægari breidd-
argráðu en hér, og ljóslotan önn-
ur. En reynsla okkar á íslandi er
sú, að SG verði harðgerðara
gagnvart veðráttu með aldrinum.
Samanber sumarið og haustið
1979, þegar mörg lítil tré af SG á
Norðurlandi fórust veturinn eftir,
en tré yfir 4-5 m stóðust þessa
raun (sjá grein (óhanns Pálssonar
f Ársriti 1986, bls. 28-33).
Viður SG er léttur, þéttleiki
(kg/m3) er 400, en stafafuru 470,
svo að eitthvað sé haft til viðmið-
unar, skógarfuru 510 og döglings-
viðar 530. En styrkleiki SG miðað
við þyngd er meiri en hjá nokkurri
annarri trjátegund, og það hefir
lengi gert viðinn eftirsóttan til
margvíslegra nota, t.d. í grindur
flugvélaskrokka hér áður fyrr og
indíánar völdu SG í árar út af
þessum eiginleika. Þetta gildir
einkum um við, sem felldur er f
frumskógi þar sem árhringir eru
mjóir og breidd þeirra jöfn.
Einnig á þetta við um SG í syðri
hluta heimkynna þess. Þar er
lengd viðartrefjanna allt að 5
mm, sem er líklega hið lengsta
12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004