Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 15
hjá barrtrjám. Norður í Alaska er
trefjalengdin um 3 mm, sem er
venjulegt hjá grenitegundum.
í ræktuðum SG-skógi er viður-
inn miklu lakari en í frumskógin-
um. Það á raunar við um öll
barrtré. Ástæður eru tvær: Of
breiðir árhringir og of stór kvist-
ur. Þetta er sérstaklega hinn svo-
nefndi „æskuviður" fyrstu 20 árin
eða svo, sem er með breiðum ár-
hringjum, áðuren ungskógurinn
hefir lokað krónuþakinu. Hvergi
er meiri reynsla um þetta en á
Bretlandseyjum, þar sem SG hefir
verið aðaltegundin í skógrækt í
70-80 ár. Breska skógstjórnin
(Forestry Commission) taldi
æskilegast að hafa plöntubil 1,5
m (= 4.400 plöntur/ha), en með
þeim þéttleika reyndist hætta á,
að tré féllu af stormum eftir grisj-
un. Niðurstaða Bretanna varð
því að mæla með 2.500 plönt-
um/ha, sem lágmarksplöntubili
þegar markmiðið er framleiðsla
borðviðar. Reynsla Skota gæti
nýst vel hérá landi. Enégheld
að hætta á falli trjáa vegna
storma sé minni hérlendis, vegna
þess bæði, að skógurinn hér
verður ekki eins hávaxinn og svo
hinu, að hér er jörð yfirleitt frosin
á vetrum, en frostlaus þar.
Áður en skilist er við þennan
þátt um eiginleika viðarins er rétt
að benda á, að hér á landi er mik-
ið af SG blandað hvftgreni (sjá
síðar). Þá breytist vaxtarlag
trjánna á þann veg, að greinar
eru styttri og grennri en í hreinu
SG, árhringir mjórri og kvistur í
viðnum minni.
Enn eitt atriði í sambandi við
stórgerða kvistinn hjá ræktuðu
SG: Hann er eitur f beinum sag-
verksmanna vegna þess, að hann
slævir sagarblöðin svo fljótt. Auk
þess rýrir kvisturinn styrkleika
viðarins, því meir sem hann er
stórgerðari. Stundum er snún-
ingur í trefjamynstrinu og veldur
þá vandkvæðum við flettingu og
vindingi í borðunum.
Kynþroski. SG getur farið að
bera köngla um tvítugt, en verður
því frjósamara sem tréð eldist
(upp að vissu marki) og eftir því
sem árferði leyfir (sjá sfðar um
fræþroska á íslandi). í Alaska eru
fræár á 5-10 ára fresti. f 1 kg af
fræi eru um 450 þúsund frækorn.
Svepprót (Mycorrhiza). SG
myndar svepprót með fjölda
sveppa. í Skotlandi eru skráðar
84 tegundir sveppa af 7 ættkvísl-
um með SG.
Nú eru heimildir fyrir því, að á
íslandi hafi SG myndað svepprót
með nokkrum tegundum stór-
sveppa. í gagnagrunnsskrá
sveppasafns Náttúrufræðistofn-
unar fslands eru þegar skráðar
tegundir af 8 ættkvíslum, sem
fundist hafa með SG og/eða SB
(sitkabastarði). Ættkvíslirnar eru:
Serksveppur (Amanita), kóngs-
sveppur (Boletus), kögursveppur
(Cortinarius), ljóska (Hebeloma),
hadda (Inocybe), lakksveppur
(Laccaria), glætusveppur (Lactari-
us) og hnefla (Russuíu).
Kjörloftslag
„SG er eitthvert best þekkta
dæmið um trjátegund með sæ-
leitna aðhæfingu. Útbreiðslu-
svæði þess einskorðast við land-
svæði með hafrænt loftslag en
vex aldrei fjær opnu hafi en 200
km. Loftslag innan útbreiðslu-
svæðis þess einkennist af tiltölu-
lega litlum mun lofthita vetrar og
sumars. Loftraki er hár, úrkoma
oft mikil, þokur tíðar og hafvindar
sömuleiðis. Geta SG til að færa
sér f nyt lágt hitastig til vaxtar er
eftirtektarverð. Sem dæmi má
nefna, að í Skotlandi helst ljóstil-
lífun allt niður f 0°C í desember-
mánuði og lágur jarðvegshiti
virðist ekki takmarka hana fyrr en
hann fellur niður fyrir frostmark.
Fer verulegur hluti heildarljóstil-
lffunar SG í Skotlandi fram yfir
vetrarmánuðina á mildum tíma-
bilum milli frostakafla".
Svona lýsir dr. Aðalsteinn Sig-
urgeirsson þessum eiginleikum
SG f Skógræktarritinu 1995, bls.
108-109. Ég reyni ekki að
betrumbæta lýsingu hans.
Ársúrkoma á útbreiðslusvæði
SG er mest 5.600 mm sunnarlega,
en aðeins 660 mm í Skagway í
Alaska. Hitasumma er hæst
2.511°C í Oregon, en 851°C í Cor-
dova í Alaska. Þaðan hefir mikið
fræ af SG verið sótt til íslands.
Þessar hitatölur miðast við
„þröskuldinn" +5°C.
SG kýs jarðveg með góðum
hreyfanlegum raka (eins og allar
grenitegundir) og góðri loftun,
rfkan af kalsíum (Ca) og magnesf-
um (Mg). Jarðvegur á íslandi er
rfkur af Ca, en snauður af nýtan-
legum fosfór (P) og köfnunarefni
(N). Fyrir því þarf að bera N og P
á SG (sjá síðar). Kjörlendi SG er
neðan til í brekkum og sérstak-
4. mynd. Rætur sitkagrenis í Barmahlíð,
Reykhólasveit.
Mynd: S. Bl., 25-10-89.
Jarðvegur
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
13