Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 15

Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 15
hjá barrtrjám. Norður í Alaska er trefjalengdin um 3 mm, sem er venjulegt hjá grenitegundum. í ræktuðum SG-skógi er viður- inn miklu lakari en í frumskógin- um. Það á raunar við um öll barrtré. Ástæður eru tvær: Of breiðir árhringir og of stór kvist- ur. Þetta er sérstaklega hinn svo- nefndi „æskuviður" fyrstu 20 árin eða svo, sem er með breiðum ár- hringjum, áðuren ungskógurinn hefir lokað krónuþakinu. Hvergi er meiri reynsla um þetta en á Bretlandseyjum, þar sem SG hefir verið aðaltegundin í skógrækt í 70-80 ár. Breska skógstjórnin (Forestry Commission) taldi æskilegast að hafa plöntubil 1,5 m (= 4.400 plöntur/ha), en með þeim þéttleika reyndist hætta á, að tré féllu af stormum eftir grisj- un. Niðurstaða Bretanna varð því að mæla með 2.500 plönt- um/ha, sem lágmarksplöntubili þegar markmiðið er framleiðsla borðviðar. Reynsla Skota gæti nýst vel hérá landi. Enégheld að hætta á falli trjáa vegna storma sé minni hérlendis, vegna þess bæði, að skógurinn hér verður ekki eins hávaxinn og svo hinu, að hér er jörð yfirleitt frosin á vetrum, en frostlaus þar. Áður en skilist er við þennan þátt um eiginleika viðarins er rétt að benda á, að hér á landi er mik- ið af SG blandað hvftgreni (sjá síðar). Þá breytist vaxtarlag trjánna á þann veg, að greinar eru styttri og grennri en í hreinu SG, árhringir mjórri og kvistur í viðnum minni. Enn eitt atriði í sambandi við stórgerða kvistinn hjá ræktuðu SG: Hann er eitur f beinum sag- verksmanna vegna þess, að hann slævir sagarblöðin svo fljótt. Auk þess rýrir kvisturinn styrkleika viðarins, því meir sem hann er stórgerðari. Stundum er snún- ingur í trefjamynstrinu og veldur þá vandkvæðum við flettingu og vindingi í borðunum. Kynþroski. SG getur farið að bera köngla um tvítugt, en verður því frjósamara sem tréð eldist (upp að vissu marki) og eftir því sem árferði leyfir (sjá sfðar um fræþroska á íslandi). í Alaska eru fræár á 5-10 ára fresti. f 1 kg af fræi eru um 450 þúsund frækorn. Svepprót (Mycorrhiza). SG myndar svepprót með fjölda sveppa. í Skotlandi eru skráðar 84 tegundir sveppa af 7 ættkvísl- um með SG. Nú eru heimildir fyrir því, að á íslandi hafi SG myndað svepprót með nokkrum tegundum stór- sveppa. í gagnagrunnsskrá sveppasafns Náttúrufræðistofn- unar fslands eru þegar skráðar tegundir af 8 ættkvíslum, sem fundist hafa með SG og/eða SB (sitkabastarði). Ættkvíslirnar eru: Serksveppur (Amanita), kóngs- sveppur (Boletus), kögursveppur (Cortinarius), ljóska (Hebeloma), hadda (Inocybe), lakksveppur (Laccaria), glætusveppur (Lactari- us) og hnefla (Russuíu). Kjörloftslag „SG er eitthvert best þekkta dæmið um trjátegund með sæ- leitna aðhæfingu. Útbreiðslu- svæði þess einskorðast við land- svæði með hafrænt loftslag en vex aldrei fjær opnu hafi en 200 km. Loftslag innan útbreiðslu- svæðis þess einkennist af tiltölu- lega litlum mun lofthita vetrar og sumars. Loftraki er hár, úrkoma oft mikil, þokur tíðar og hafvindar sömuleiðis. Geta SG til að færa sér f nyt lágt hitastig til vaxtar er eftirtektarverð. Sem dæmi má nefna, að í Skotlandi helst ljóstil- lífun allt niður f 0°C í desember- mánuði og lágur jarðvegshiti virðist ekki takmarka hana fyrr en hann fellur niður fyrir frostmark. Fer verulegur hluti heildarljóstil- lffunar SG í Skotlandi fram yfir vetrarmánuðina á mildum tíma- bilum milli frostakafla". Svona lýsir dr. Aðalsteinn Sig- urgeirsson þessum eiginleikum SG f Skógræktarritinu 1995, bls. 108-109. Ég reyni ekki að betrumbæta lýsingu hans. Ársúrkoma á útbreiðslusvæði SG er mest 5.600 mm sunnarlega, en aðeins 660 mm í Skagway í Alaska. Hitasumma er hæst 2.511°C í Oregon, en 851°C í Cor- dova í Alaska. Þaðan hefir mikið fræ af SG verið sótt til íslands. Þessar hitatölur miðast við „þröskuldinn" +5°C. SG kýs jarðveg með góðum hreyfanlegum raka (eins og allar grenitegundir) og góðri loftun, rfkan af kalsíum (Ca) og magnesf- um (Mg). Jarðvegur á íslandi er rfkur af Ca, en snauður af nýtan- legum fosfór (P) og köfnunarefni (N). Fyrir því þarf að bera N og P á SG (sjá síðar). Kjörlendi SG er neðan til í brekkum og sérstak- 4. mynd. Rætur sitkagrenis í Barmahlíð, Reykhólasveit. Mynd: S. Bl., 25-10-89. Jarðvegur SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.