Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 30
Skógarbotninn
Stundum er SG hallmælt fyrir það, að það eyði
öllum jurtagróðri í skógarbotninum. Pað er sann-
leikur með tilbrigðum. Þegar krónuþak í ungum
greniskógi lokast, minnkar ljósflæði inn í skóginn
svo mikið, að bara allra skuggaþolnustu jurtir lifa
og einhverjir sveppir og fléttur.
Með árunum hækkar skógurinn, neðstu greinar
fara að deyja og lengist upp f græna krónu. Upp-
haflega hafa staðið þarna 3-4 þúsund stofnar. Við
30 ára aldur er skógurinn grisjaður - þvf að annars
verður græn króna of lítil - niður í 15-18 hundruð
stofna. Þá lýsist nú heldur betur við skógarbotn-
inn. Fyrstu jurtirnar fara nú að spretta upp úr hon-
um. Það eru mosarnir tildurmosi (Hyloconium
splendens) og runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus).
A.m.k. austur á Héraði leggja þeir undir sig skógar-
botninn í greniskóginum á þessu stigi.
Skógurinn er orðinn fertugur
og stofnfjöldinn er 1.350 á ha.
Yfirhæð trjánna er nær 15 m og
6-7 m upp f græna krónu. Það
er orðið bjartara inni í skógin-
um. Einstaka háplöntur að
læðast inn. Klukkublóm (Pyrola
minor) er ein sú fyrsta. Eitt og
eitt heilgras er líka komið.
Jarðarberjaklungur, sem sást
þarna fyrrum, er að skjóta upp
kollinum.
Skógarbotninn er ekki lengur
brúnn, heldur grænn. Það er
notalegt að setjast þarna á
þúfu, ekkert síður en í birki-
eða lerkiskógi.
20. mynd. Sitkagreni í ógrisjuðum
Vestur-Islendingareit í Hrafnagjárhalli á
Þingvöllum.
Mynd: S. Bl„ 28-08-99.
21. mynd. Sitkagreni eftiraðra grisjun undir Fálkakletti í
Hallormsstaðaskógi. Kvæmið er Koparárdalur, Alaska.
Gróðursett 1949.
Mynd: S. Bl„ 21-07-03.
Fljótshlíð, Eliiðaárhólma í Reykja-
vík og Lýsishól í Hallormsstaða-
skógi.
Óhætt er að fullyrða, að í skógi
dr. Bjarna Helgasonar í Hagavík sé
glæsilegasta landnám SG á fs-
landi hingað til. Hreinn Óskars-
son skógarvörður fór þangað 7.
apríl sl. með dr. Bjarna til þess að
skoða þetta landnám. Hann skrif-
ar um það og skógræktina í Haga-
vfk almennt greinargerð þá, sem
hér fylgir f rammagrein.
Hrafn Óskarsson garðyrkjufræð-
ingur á Tumastöðum upplýsir, að
hundruð ungra SG-plantna séu nú
að vaxa upp meðfram veginum
uppaðTungu. Frælindirnar eru
bæði Tunguskógur og Lýðveldislund-
urinn á Tumastöðum.
28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004