Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 43
Á bls. 14 var sagt frá greiningu
milli tegundanna með því að
skoða kjarnasýru þeirra (DNA).
Þegar skoðaðir eru trjáhópar,
gróðursettir á íslandi, sem
fræsafnarar hafa merkt SB, þá
líkjast þeir meira HG en SG um
krónulag og nálar. En ógerningur
er fyrir hinn almenna skógræktar-
mann að greina þarna á milli.
Það er þrátt fyrir allt skást að
greina þetta á könglunum, sem
trén fara að mynda um tvítugt.
Algengt er að sjá í teigum, sem
merktir eru SB, sum tré, sem bera
öll einkenni SG, meðan önnur
bera öll einkenni HG. Stundum
ruglast þó þetta með ytri ein-
kennin í einu og sama tré.
Dæmi: f Hrafnsgerði í Fellum
stendur hæsta tré, sem ég veit
um af SB. Það er með frekar
breiða krónu og greinar dálítið
uppsveigðar, nálar stuttar, en
með Ijósu röndunum tveimur á
neðra borði (SG). En börkurinn á
gildum stofninum ( 31,6 cm í
brjósthæð) er sléttur og dæmi-
gerður fyrir HG. Einnig barkarlit-
urinn.
Ræktun og vöxíur sitka-
bastarðs
Árið 1952 keypti Skógrækt ríkis-
ins mikið magn af SB-fræi, sem
lón H. Björnsson og Óli Valur
Hansson höfðu safnað á Kenai-
skaga 1951 og 1952. Mestafþví
var frá Lawing, en lfka frá Seward
og Moose Pass. Árin 1955-1962
barst mikið af fræi frá Lawing og
Moose Pass, en úr því aðeins lít-
ið magn þrisvar sinnum fram til
1991. Þetta má lesa í Fræskrá
Baldurs Þorsteinssonar, sem nær
til 1992. Ég veit ekki um fram-
haldið.
Gróðursetning á SB hófst hjá
Skógrækt ríkisins 1956 og var
gróðursett í lönd hennar víða um
land til 1963, líða svo 10 ár, þar
til næst eru gróðursettar 3.500
plönturá Hallormsstað. Sam-
kvæmt samantekt Baldurs
Þorsteinssonar, yfir gróður-
setningu hjá Skógrækt ríkis-
ins 1941-1975 nam hún
121.800 plöntum af SB.
Stærsta einstaka gróður-
setning af SB voru 17.800
plöntur í Hrafnagjárhalli á
Þingvöllum 1958, sem
Landsbanki íslands kostaði.
Tókst afar vel til þar, og
hreint undravert að sjá
vöxtinn þarna jafnvel efst í
Hallinu, þar sem jarðvegur
virðist þunnur og þurr (sjá
mynd 37).
í samanburðartilraun
með fjórar grenitegundir,
sem lögð var út 1958 í fjór-
um landshlutum kom SB
best út af tegundunum á
Hallormsstað og næstbest
á Stálpastöðum (á eftir SG).
f Landsúttekt var SB
flokkað með SG, en þó alls
staðar skráð, eins og heim-
ildir gáfu upp. Ég hefi ekki
áttað mig á, hvort þar má
lesa áberandi mismun. Það
verður eflaust gert, þegar
aðalskýrsla um Landsút-
tektina kemur út.
Á Hallormsstað var SB
fyrst gróðursett 1957 í litl-
um teig. Stærri teigur var
gróðursettur þar 1963 á 1.
gróskuflokki og eru í töflu 4
tölur yfir vöxt þar (sjá
einnig 33. mynd).
í Norður-Noregi er nú
ræktað meira af SB en öðr-
um grenitegundum (rauð-
greni og sitkagreni, eru hin-
ar). Samkvæmt vaxtartöfl-
um þaðan á meðalhæð SB
eftir 30 ár að vera um 7 m.
Er það meðaltal af öllum
gróskuflokkunum sem þeir
nota. Vöxturinn í þessum
elsta SB-teig á Hallorms-
stað stendur vel í saman-
burði við tölurnar frá N-
Noregi.
37. mynd. Sitkabastarður efst í Hrafnagjárhalli á
Þingvöllum, gróðursettur 1958.
Mynd: S. Bl„ 22-04-87.
Þakkir
Lárusi Heiðarssyni þakka ég
sérstaklega fyrir trjámælingar,
yfirlestur handrits, ábendingar og
lagfæringar. Hreini Óskarssyni þakka
ég fyrir greinargerðina um Hagavfk
og trjámælingar í Haukadal, á
Kirkjubæjarklaustri, í Skaftafelli og
Ártúnsbrekku, sem hann gerði fyrir
þessa grein. Guðmundi Halldórssyni
fyrir kaflann um meindýr. Öðrum,
sem gáfu mér munnlegar upplýsingar
og nefndir eru í heimildaskrá, þakka
ég kærlega.
41
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004