Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 53

Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 53
nauðsynlegir, en innan marka þó! Við áttum líka samstöðu í einu máli, en það var að standa gegn flúorblöndun f drykkjarvatn. Stóðum við vel í gegn, þótt mikið væri að sótt. í desember var girðingunni lok- ið og landið smalað á Þorláks- messu og hreinsað af fé. Var girðing Heiðmerkur hið mesta þjóðþrifamál. Heiðmörk var svo formlegavígð sumarið 1950. Friðlandið í Heiðmörk hefur sfð- an verið mjög stækkað, svo sem kunnugt er. Finnst mér þar vera sérstakur fengur í hinu skemmti- lega útivistarsvæði í Grunnu- vötnum, sem eru Grunnuvötn nyrðri og syðri með Vatnaásinn á milli. Fyrsta gróðursetning. Meira en fimmtíu ára trjárækt Vfkur nú að sumrinu 1949. Sumarið 1949 vann ég um tíma ásamt öðrum við að planta trjá- plöntum í Heiðmörk. Voru það fyrstu plönturnar, sem þar voru gróðursettar. Við vorum nokkrir saman samtals einar tvær vikur í hallanum skammt þar fyrir sunn- an, sem nú er vatnsverndargirð- ing, og að austanverðu við veg- inn, þegar farið er upp Elliða- vatnsheiði. Minnir mig, að Reyn- ir Sveinsson væri verkstjóri yfir okkur. Sfðast var ég þarna einn við að planta furuplöntum í nokkra daga. Því miður drápust vfst flestar þessar plöntur. Þarna hafa svo aftur verið gróðursettar trjáplöntur, sem komist hafa vel á legg. Landið var mjög þurrt og átti það einnig við mestan hluta Heiðmerkurlands. Það var ekki fyrr en búið var að planta veru- lega í landið og birkigróðurinn hafði vaxið upp að marki, að loftslagið breyttist og forsendur fyrir gróðursetningu trjáa breytt- ust að mun. Að þessu loknu var ég nokkra daga niður í Fossvogi við að steypa grunn undir fyrsta hluta þess húss, sem í eru (eða voru) aðalstöðvar Skógræktarfélags Reykjavíkur. Var svo ekki meiri vinnu þar að hafa. Rúmlega 50 árum eftir að fyrst var gróðursett f Heiðmörk er nú svo komið, að þar er eitt vfðáttu- mesta skóglendi á landinu. Landið í Heiðmörk er víða óþekkjanlegt frá því, sem áður var. í heildina finnst mér samt, að vel hafi víðast tekist til, svo að einna líkast sé sem trén hafi alltaf verið þarna. Sums staðar hafa vaxið upp verulega fallegir grenilundir og furulundir, svo sem í Vífilsstaðahlíð og í Skógar- hlíðarkrika. Og nú hefur sá skemmtilegi siður hafist, að Skógræktarfélagið gefur félögum sínum kost á að velja sér jólatré í lundum, sem þarf að grisja. Hins vegar verð ég að játa, að mér finnst hafa verið misráðið að planta alaskalúpínu í melfláka f landinu, sem eðlilegra hefði verið að láta gróa upp af sjálfu sér og klæðast kjarri samfara friðun landsins. Raunar finnst mér, að alltof litlar rannsóknir hafi verið gerðará landgræðslugildi ís- lenskra plantna á borð við súrur, blóðberg, krækiberjalyng o.fl. að ógleymdum íslenskum vfði. Fyrstu tilburðir við skjól- beltagerð. Lítil trú á trjá- rækt Næsta verkefni mitt í trjárækt var svo að vinna fyrir foreldra mína í sumarbústaðarlandinu á Vatnsenda. Ég tók til við gerð skjólbelta og notaði í þau litlar birkiplöntur eða víðiplöntur, sem ég plantaði þétt. Bjó ég jarðveg- inn mjög vel undir. Líklega hefur alaskavíðir eða aðrar hraðvaxnar vfðiplöntur ekki verið komnar til sögunnar þá, þvf að auk birkis notaði ég einungis íslenskan vfði, sem trúlega hefur verið gulvíðir. Mikið var hlegið að mér fyrir þetta bjástur með litlar birki- plöntur og víðiplöntur (ég fékk þær fyrir lítið í Skógræktarfélag- inu) og enginn hafði trú að því, að þær myndu nokkurn tíma vaxa upp. Á nokkrum árum urðu þarna þó til vöxtuleg skjólbelti, sem enn má sjá. Þegar frá leið, dró mamma þarna að fínar frúr, já hópa af frúm, sem í heimsókn komu, að sýna þeim „litlu plönt- urnar hans Kella"! Ég varð sem Áð í Heykrika, ( Heykrika er grösug flöt og þar hefur án efa verið heyi'að eins og nafnið bendir tii. Sinuflókinn er svo þéttur, að hann hefur haldið aftur af birkikjarrinu allt í kring. Myndin er tekin að vorlagi kringum 1981. Srípshraunerí baksýn og Esja í fjarska. (Ljósm.: Óttar Kjartansson). SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.