Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 61
1.0 --------------1---------------------p---------------1------1---------------------- 25 ro
Dagur ársins
6. mynd. Dagleg útgufun frá alaskaösp í Tilraunaskóginum í Gunnarsholti sumarið
1996 (blátt svæði). Þetta eru útreikningar hermilíkans (BIOMASS) sem byggja á
stöðugum mælingum á laufflatarmáli skógarins (grænt svæði), hitastigi, rakastigi og
inngeislun (rauð lína). Gögn úr doktorsverkefni Bjarna D. Sigurðssonar4.
vatnsspenna þeirra fer niður í um
-15 böryfir miðjan daginn'. Það
sem hér er sýnt er engu að síður
athyglisvert dæmi um „vanda-
mál" sem bjartar nætur geta or-
sakað, og hefur áður verið lýst til
dæmis í Alaska10. Það skal ftrek-
að að þetta gerðist vegna þess að
veðurfar var óvenjulegt þessa
lengstu daga sumars og almennt
er þetta ekki talið stórt vandamál
í skógrækt hér á landi4.
Vatnsupptöku trjáa er hægt að
meta með því að hita bolinn á
ákveðnum stað og mæla sfðan
hvernig varminn berst upp eftir
stofninum2. Það fer eftir rennslis-
hraða vatnsins inni í stofninum
hvort varminn berst hraðar upp
bolinn en sem nemur varma-
leiðni viðarins. Þessari aðferð
hefur aðeins einu sinni verið
beitt hér á landi, svo að vitað sé,
en það var einmitt í Tilrauna-
skóginum. Á 5. mynd má sjá
hvernig vatnsupptaka átti sér
stað í tveimur aspartrjám þann
20. júlí. Út frá þessum mælingum
má sjá að alls gufuðu út um 1,5
lítrar af vatni frá hverjum fer-
metra laufs þennan dag. Það
samsvararað 12.000 lítrarvatns
hafi gufað út í andrúmsloftið frá
hverjum hektara skógarins, og
alls hafi Tilraunaskógurinn gufað
út um 175.000 lítrum vatns þenn-
an bjarta sumardag.
Dagleg útgufun f skógi veltur
fyrst á magni sólgeislunar (og
rakastigi) og síðan á laufflatar-
máli trjánna. Þetta sést vel á 6.
mynd þar sem dagleg útgufun frá
asparskóginum f Gunnarsholti
var reiknuð út fyrir allt sumarið.
Sólgeislunin er mest f júní en
laufflatarmálið íbyrjun ágúst. Út-
gufun nær hámarki í fyrri hluta
júlí, áður en dag fer að stytta of
mikið en áður en hámarks-
laufflatarmáli er náð (6. mynd).
Alaskaöspin í Gunnarsholti
notaði um 9% af ársúrkomunni til
útgufunar (7. mynd). í hinum
NORN skógunum var hlutfall út-
gufunar mun hærra, enda voru
þeir skógar allir eldri, hávaxnari
og með meiri laufmassa (7.
mynd, 1. tafla). Hlutfall útgufunar
jókst með hækkandi LAI, og hæst
var það í greniskóginum í Skoga-
by í Svíþjóð, þar sem rúmlega
40% ársúrkomunnar gufuðu út frá
trjánum. Skogaby er á 56. breidd-
argráðu og vaxtartíminn þar er
því talsvert lengri en hér á landi.
Það er því til efs að vatnsnotkun
hefði orðið alveg jafnmikil í jafn-
þéttum norðlægari skógi.
Uppgufun frá skógarbotni
Uppgufun frá botngróðri og
jarðvegi Tilraunaskógarins aðeins
mæld yfir vaxtartímann. Þá nam
hún tæplega 50% raungufunar,
og barst álíka mikið frá
botngróðri og mosavöxnum jarð-
vegi13. Utan vaxtartímans á sér
stað uppgufun frá jarðvegi, en
það dregur þó umtalsvert úr
henni við að dagur styttist og sól
lækkará lofti. Engar vetrarmæl-
ingar á raungufun hafa farið fram
í Gunnarsholti.
Til að áætla árlega raungufun
frá Tilraunaskóginum í Gunnars-
holti studdumst við við beinar
mælingar á raungufun sem fram
fóru íVallanesi á Fljótsdalshér-
aði6. Þær mælingar voru gerðar
Þéttleiki laufþaks (hér LAI)
7. mynd. Útgufun sem hlutfall af ársúrkomu frá ýmsum skógarlundum sem voru
rannsakaðir í NORN verkefninu. Tölur fyrir Gunnarsholt eru mælingar lan B. Strach-
an 13 en gildin fyrir hina staðina koma úrTemanord-skýrslu sem gefin var út af
NORN >7.
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 2004
59