Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 71
kvæmt upplýsingum frá BirdLife
international þá er algengasta ógn-
in eyðilegging búsvæða, þar á
meðal ósjálfbær skógrækt í hita-
beltinu. Innfluttar tegundir ógna
67% af fuglum sem eru í útrým-
ingarhættu á eyjum, aðallega í
Kyrrahafinu. Iðnvæðing og út-
þensla landbúnaðar ógnar 50% af
Alþjóðlega mikilvægum fugla-
svæðum í Afríku svo einhver
dæmi séu nefnd.
Á íslandi eru skráð 61 mikilvæg
fuglasvæði. Svæði þessi eru víðs
vegar um landið, út með strönd-
um landsins, inn til sveita og upp
til heiða. Fjörur og grunnsævi
eru sérstaklega mikilvæg í þessu
tilliti. Upplýsingar um fugla-
stofna, búsvæði, landnotkun og
ógnir á þessum svæðum eru mis-
góðar. Sum svæðanna eru vel
þekkt og nákvæmlega fylgst með
fuglum af stofnunum eða fugla-
skoðurum. Á þeim eru jafnvel
taldir fuglar á hverju ári og jafn-
vel oftar en einu sinni eins og t.d.
á Mývatni. Stór hluti nokkurra fs-
lenskra fuglastofna heldur til á
Mývatni, flórgoða, gulandarog
hrafnsandar. Mývatn er skilgreint
sem mikilvægt fuglasvæði vegna
þess að margir flórgoðar, álftir,
duggendur, straumendur,
húsendur og gulendur eiga þar
bústað. Mörg íslensku fugla-
bjarganna ná þeim viðmiðum að
teljast Alþjóðlega mikilvæg fugla-
svæði, þar má nefna Látrabjarg,
Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og
eyjarnar í Vestmannaeyjum.
Önnur svæði með takmarkaðari
upplýsingar um fuglalíf og minna
þekkt að öðru leyti eru t.d.
Brunasandurá Síðu, Breiðamerk-
ursandur, Hestgerðislón-Horna-
fjarðarfljót, Höfðahverfi við Eyja-
fjörð, Hópið og Vatnsdalur, Arn-
arvatnsheiði og Tvídægra, en
samt var talið réttlætanlegt að
viðkomandi svæði ættu heima á
þessum lista.
Fuglavernd hefur sérstaklega
beitt sér fyrir verndun Alþjóð-
legra mikilvægra fuglasvæða sem
er ógnað vegna umfangsmikilla
framkvæmda, en það hefur tak-
markaðan árangur borið. Mývatn
er eitt af þeim, en mikill styr hef-
ur staðið um kísilgúrnám af botni
þess. Ásamt því að vera mikil-
vægt fuglasvæði, hafa íslendingar
útnefnt Mývatn á skrá yfir Alþjóð-
lega mikilvæg votlendi, svokall-
aða Ramsar-skrá. Þjórsárver eru
annað Alþjóðlega mikilvægt
fuglasvæði, sem er friðað og enn-
fremur Ramsar-svæði, þeim hefur
til langs tíma staðið ógn af fram-
kvæmdum. Þriðja Ramsar-svæð-
ið sem er friðað og jafnframt al-
þjóðlega mikilvægt fuglasvæði er
Grunnafjörður innan við Akranes.
Á því svæði er mikið fuglalíf allan
ársins hring. Flest af íslensku Al-
þjóðlega mikilvægu fuglasvæð-
unum eru votlendi og standast
þau viðmið Ramsar-sáttmálans,
59 af 61 eru vænleg Ramsar-
svæði samkvæmt riti sem kom út
á vegum BirdLife Mernational.
Helsta landnotkunin á Alþjóð-
legu mikilvægu fuglasvæðunum á
íslandi er landbúnaður og áhrif
hans eru mikil. Minkur var á sín-
um tíma fluttur inn til landsins
vegna loðdýraræktar, hann gæti
haft veruleg áhrif á fuglalíf sumra
svæðanna. Framræsla er talin
ógna allmörgum mikilvægum
fuglasvæðum og hefur vafalaust
breytt lífríki margra votlenda. Þar
má nefna sem dæmi Skúm-
sstaðavatn í Vestur-Landeyjum
en það er að fyllast af framburði
úrskurðum. Ferðamennska og
útivist hefur aukist mikið á fs-
landi síðustu árin, það er svo
spurning hvaða áhrif þessir þætt-
ir hafa á fuglalíf. Stefna ætti að
því að draga úr áhrifum truflunar
af völdum ferðamennsku, sér-
staklega um varptímann. Þess
vegna ætti að gera átak í því að
koma upp fleiri fuglaskoðunar-
skýlum og þættri aðstöðu fyrir
ferðamenn og fuglaskoðara, slíkt
minnkar truflun ef rétt er staðið
að verki.
3. mynd. Einn helsti varpstaður straumanda er við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, áin
er vernduð og hluti af Ramsar-svæði og Alþjóðlega mikilvæga fuglasvæðinu
Mývatn-Laxá. Ljósmynd: lóhann Óli Hilmarsson.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
69