Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 71

Skógræktarritið - 15.05.2004, Page 71
kvæmt upplýsingum frá BirdLife international þá er algengasta ógn- in eyðilegging búsvæða, þar á meðal ósjálfbær skógrækt í hita- beltinu. Innfluttar tegundir ógna 67% af fuglum sem eru í útrým- ingarhættu á eyjum, aðallega í Kyrrahafinu. Iðnvæðing og út- þensla landbúnaðar ógnar 50% af Alþjóðlega mikilvægum fugla- svæðum í Afríku svo einhver dæmi séu nefnd. Á íslandi eru skráð 61 mikilvæg fuglasvæði. Svæði þessi eru víðs vegar um landið, út með strönd- um landsins, inn til sveita og upp til heiða. Fjörur og grunnsævi eru sérstaklega mikilvæg í þessu tilliti. Upplýsingar um fugla- stofna, búsvæði, landnotkun og ógnir á þessum svæðum eru mis- góðar. Sum svæðanna eru vel þekkt og nákvæmlega fylgst með fuglum af stofnunum eða fugla- skoðurum. Á þeim eru jafnvel taldir fuglar á hverju ári og jafn- vel oftar en einu sinni eins og t.d. á Mývatni. Stór hluti nokkurra fs- lenskra fuglastofna heldur til á Mývatni, flórgoða, gulandarog hrafnsandar. Mývatn er skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði vegna þess að margir flórgoðar, álftir, duggendur, straumendur, húsendur og gulendur eiga þar bústað. Mörg íslensku fugla- bjarganna ná þeim viðmiðum að teljast Alþjóðlega mikilvæg fugla- svæði, þar má nefna Látrabjarg, Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og eyjarnar í Vestmannaeyjum. Önnur svæði með takmarkaðari upplýsingar um fuglalíf og minna þekkt að öðru leyti eru t.d. Brunasandurá Síðu, Breiðamerk- ursandur, Hestgerðislón-Horna- fjarðarfljót, Höfðahverfi við Eyja- fjörð, Hópið og Vatnsdalur, Arn- arvatnsheiði og Tvídægra, en samt var talið réttlætanlegt að viðkomandi svæði ættu heima á þessum lista. Fuglavernd hefur sérstaklega beitt sér fyrir verndun Alþjóð- legra mikilvægra fuglasvæða sem er ógnað vegna umfangsmikilla framkvæmda, en það hefur tak- markaðan árangur borið. Mývatn er eitt af þeim, en mikill styr hef- ur staðið um kísilgúrnám af botni þess. Ásamt því að vera mikil- vægt fuglasvæði, hafa íslendingar útnefnt Mývatn á skrá yfir Alþjóð- lega mikilvæg votlendi, svokall- aða Ramsar-skrá. Þjórsárver eru annað Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, sem er friðað og enn- fremur Ramsar-svæði, þeim hefur til langs tíma staðið ógn af fram- kvæmdum. Þriðja Ramsar-svæð- ið sem er friðað og jafnframt al- þjóðlega mikilvægt fuglasvæði er Grunnafjörður innan við Akranes. Á því svæði er mikið fuglalíf allan ársins hring. Flest af íslensku Al- þjóðlega mikilvægu fuglasvæð- unum eru votlendi og standast þau viðmið Ramsar-sáttmálans, 59 af 61 eru vænleg Ramsar- svæði samkvæmt riti sem kom út á vegum BirdLife Mernational. Helsta landnotkunin á Alþjóð- legu mikilvægu fuglasvæðunum á íslandi er landbúnaður og áhrif hans eru mikil. Minkur var á sín- um tíma fluttur inn til landsins vegna loðdýraræktar, hann gæti haft veruleg áhrif á fuglalíf sumra svæðanna. Framræsla er talin ógna allmörgum mikilvægum fuglasvæðum og hefur vafalaust breytt lífríki margra votlenda. Þar má nefna sem dæmi Skúm- sstaðavatn í Vestur-Landeyjum en það er að fyllast af framburði úrskurðum. Ferðamennska og útivist hefur aukist mikið á fs- landi síðustu árin, það er svo spurning hvaða áhrif þessir þætt- ir hafa á fuglalíf. Stefna ætti að því að draga úr áhrifum truflunar af völdum ferðamennsku, sér- staklega um varptímann. Þess vegna ætti að gera átak í því að koma upp fleiri fuglaskoðunar- skýlum og þættri aðstöðu fyrir ferðamenn og fuglaskoðara, slíkt minnkar truflun ef rétt er staðið að verki. 3. mynd. Einn helsti varpstaður straumanda er við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, áin er vernduð og hluti af Ramsar-svæði og Alþjóðlega mikilvæga fuglasvæðinu Mývatn-Laxá. Ljósmynd: lóhann Óli Hilmarsson. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.