Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 79
Fræskrá 1933-1992
Eftirmáli
Sennilega er það að bera í
bakkafullan lækinn að bæta enn
á skrifin um „Fræskrá 1933-1992"
í Skógræktarritinu. Tilefnið að
þessu sinni er sú breyting á
skráningunni á heimasíðu Skóg-
ræktarfélags íslands, að felldur
verður niður formálinn, sem á
sfnum tíma fylgdi fræskránum, en
í hans stað tekin saman stutt
grein um svipað efni til birtingar í
Skógræktarritinu. Má líta á þá
grein sem einskonar eftirmála við
fræskrárnar. Sitt hvað af því, sem
áður stóð í formálanum, og birst
hafði í öðrum greinum, hefir ver-
ið fellt niður, en einu og öðru
aukið við. Aðallega er þetta gert
til að útskýra nánar sumar af
þeim breytingum á skráningu,
sem voru gerðar, en einnig til að
gefa nokkra hugmynd um vafaat-
riði, sem reynt var að finna skýr-
ingar á, ef mögulegt væri.Ýmis-
legt í textanum hér á eftir er í
sjálfu sér óviðkomandi sjálfum
fræskránum, en gæti ef til vill
gert kvæmishugtakið að ein-
hverju leyti raunverulegra og
gefið um leið smá hugmynd um
vinnuna við fræskrána.
1. Stærð fræskránna, fjöldi
tegunda og kvæma
Þess er getið í inngangsorðum
Einars Gunnarssonar, skógrækt-
arfræðings, að fræskránum á
heimasfðu Skógræktarfélags ís-
lands, að umfang þeirra sé mikið.
Þetta má til sanns vegar færa.
Þannig er Fræskrá I. Barrtré
115 þéttritaðar síður af A4 stærð,
alls 4313 línur. Þar eru nöfn 58
tegunda og blendinga og um 590
kvæma. Upplýsingum um sjálft
fræið er þjappað saman í 15
dálka með fjölda skammstafana.
Fyrst er tegund og frænúmer. Þá
fræsöfnunarstaður með hnatt-
stöðu og hæð yfir sjó eftir atvik-
um. Fræsöfnun á hverjum stað.
Sendandi eða safnandi, og mót-
tekið magn. Fræ/kg, spírun, af-
greiðsla, móttakandi og afgreitt
magn. Að síðustu eru athuga-
semdir. Á sínum tíma var tekið
saman yfirlit yfir skammstafanir f
fræskránum, sem tæpast verður
birt úr þessu. Þó er rétt að vekja
athygli á, „tegundinnni" Picea
p+e. í fræskránni. Þetta merkir
broddgreni og blágreni (pungens +
engelmannii), en fræ þessara teg-
unda blandaðist saman hjá
fræsalanum f Colorado.
Oft getur það verið álitamál,
hvernig eigi að skipta f kvæmi,
t.d. hvort „Kenai" og „Kenai Lake"
eigi að vera eitt eða tvö kvæmi.
Þótt hér á eftir sé tilgreindur
kvæmafjöldi einstakra tegunda,
verður að taka þær tölur með fyr-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
77