Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 94

Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 94
Skiptiferðir með skógræktarfé- laga milli Noregs og fslands hafa tíðkast um langan aldur, eða fljótlega upp úr stríðslokum. Fyrst höfum við séð skrifað um þessar ferðir í Ársrit Skógræktar- félags íslands 1949. Var sú ferð farin fyrir forgöngu þáverandi sendiherra Norðmanna á íslandi, Thorgeirs Anderssen-Rysst og Reidars Bathen fylkisskógræktar- stjóra íTroms. Árið 1964 var farin ein slík ferð, sem er öllum þátttakendum í fersku minni og allir sem í henni voru þátttakendur telja hana mjög vel heppnaða og ýmsir af ferðafélögunum sem fóru í fleiri slíkar töldu þessa vera þá best heppnuðu. Við vorum svo heppin að einn af valinkunnum frétta- mönnum Morgunþlaðsins, Jó- hannes Sigfinnsson, bóndi á Grímsstöðum við Mývatn, var ferðafélagi okkar og ritaði hann tvær heilsíðugreinar f Morgun- blaðið. Fyrri greinin birtist, fljót- lega eftir heimkomu, þriðju- daginn 25. ágúst, hin kom laugar- daginn 14. nóvember sama ár. Við teljum þessar greinar (óhann- esar svo góða lýsingu á ferðinni að okkur finnst ástæða til að þetta ritverk varðveitist í Ársriti Skógræktarfélags íslands. Við höfum fengið góðfúslegt leyfi rit- stjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar, til að birta þetta f ritinu, einnig hefur ritstjóri Skóg- ræktarritsins Brynjólfur Jónsson, sýnt þessari hugmynd okkar vel- viljaðan áhuga. Þess má geta að sumar íslensku kvennanna bjuggu sig upp í íslenskan bún- ing við veisluhöld og aðrar uppá- komur, vöktu þær mikla athygli og þóttu stórglæsilegar. Það sem er innan hornklofa í greininni eru innskot frá okkur undirrituðum. Meðvinsemd og þakklæti til allra ferðafélaganna. lffs og lið- inna, sem voru þátttakendur í þessari ógleymanlegu ferð fyrir 40 árum. Gert í Borgarnesi og á Grund í Skorradal í apríl 2004. Davíð Pétursson og Ragnar Sveinn Olgeirsson......... Hér á eftir kemur grein ]óhannesar Sigfinnssonar óbreytt „ Morgunblaðið hefur óskað eftir að ég segði dálítið frá nýaf- staðinni skógræktarför til Noregs. Ég vil gjarnan verða við þessari ósk, en það mundi verða of langt mál að segja alla ferðasöguna nákvæmlega. Ég tek því þann kost að lýsa einstökum þáttum ferðarinnar, sem mynda sjálf- stæðar heildir. Ég vil geta þess strax að ferðin öll var dásamlegt ævintýr, sem mun verða okkur öllum ógleymanlegt. Hvar sem við fórum mættum við svo mikilli alúð og gestrisni, að líkast var að fólkið væri að taka á móti ást- fólgnum vinum og ættingjum, sem lengi hefðu verið fjarverandi. Norðmenn tóku það Iíka marg- sinnis fram, að þeir litu ekki á fs- lendinga sem útlendinga, heldur frændur og vini og góða ná- granna. Við fórum frá Reykjavík 5. ágúst með flugvél frá Braathen. Hún kom með skógræktarfólkið frá Noregi sem settist hér að og flutti okkur svo til Noregs. Um ferðina austur yfir hafið er lítið að segja. Þoka kom norðan yfir hálendi íslands og flugvélin flaug mjög hátt. Við sáum þó norður á Kjöl, Kerlingarfjöll og Hofsjökul, flugum yfir Gullfoss, Veiðivötn og Langasjó, en þegar kom austur yfir Vatnajökul var allt hulið þoku 92 SKÓGRÆKTARRITIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.