Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 94
Skiptiferðir með skógræktarfé-
laga milli Noregs og fslands hafa
tíðkast um langan aldur, eða
fljótlega upp úr stríðslokum.
Fyrst höfum við séð skrifað um
þessar ferðir í Ársrit Skógræktar-
félags íslands 1949. Var sú ferð
farin fyrir forgöngu þáverandi
sendiherra Norðmanna á íslandi,
Thorgeirs Anderssen-Rysst og
Reidars Bathen fylkisskógræktar-
stjóra íTroms.
Árið 1964 var farin ein slík
ferð, sem er öllum þátttakendum
í fersku minni og allir sem í henni
voru þátttakendur telja hana
mjög vel heppnaða og ýmsir af
ferðafélögunum sem fóru í fleiri
slíkar töldu þessa vera þá best
heppnuðu. Við vorum svo heppin
að einn af valinkunnum frétta-
mönnum Morgunþlaðsins, Jó-
hannes Sigfinnsson, bóndi á
Grímsstöðum við Mývatn, var
ferðafélagi okkar og ritaði hann
tvær heilsíðugreinar f Morgun-
blaðið. Fyrri greinin birtist, fljót-
lega eftir heimkomu, þriðju-
daginn 25. ágúst, hin kom laugar-
daginn 14. nóvember sama ár.
Við teljum þessar greinar (óhann-
esar svo góða lýsingu á ferðinni
að okkur finnst ástæða til að
þetta ritverk varðveitist í Ársriti
Skógræktarfélags íslands. Við
höfum fengið góðfúslegt leyfi rit-
stjóra Morgunblaðsins, Styrmis
Gunnarssonar, til að birta þetta f
ritinu, einnig hefur ritstjóri Skóg-
ræktarritsins Brynjólfur Jónsson,
sýnt þessari hugmynd okkar vel-
viljaðan áhuga. Þess má geta að
sumar íslensku kvennanna
bjuggu sig upp í íslenskan bún-
ing við veisluhöld og aðrar uppá-
komur, vöktu þær mikla athygli
og þóttu stórglæsilegar. Það sem
er innan hornklofa í greininni eru
innskot frá okkur undirrituðum.
Meðvinsemd og þakklæti til
allra ferðafélaganna. lffs og lið-
inna, sem voru þátttakendur í
þessari ógleymanlegu ferð fyrir
40 árum. Gert í Borgarnesi og á
Grund í Skorradal í apríl 2004.
Davíð Pétursson og Ragnar
Sveinn Olgeirsson.........
Hér á eftir kemur grein
]óhannesar Sigfinnssonar
óbreytt
„ Morgunblaðið hefur óskað
eftir að ég segði dálítið frá nýaf-
staðinni skógræktarför til Noregs.
Ég vil gjarnan verða við þessari
ósk, en það mundi verða of langt
mál að segja alla ferðasöguna
nákvæmlega. Ég tek því þann
kost að lýsa einstökum þáttum
ferðarinnar, sem mynda sjálf-
stæðar heildir. Ég vil geta þess
strax að ferðin öll var dásamlegt
ævintýr, sem mun verða okkur
öllum ógleymanlegt. Hvar sem
við fórum mættum við svo mikilli
alúð og gestrisni, að líkast var að
fólkið væri að taka á móti ást-
fólgnum vinum og ættingjum,
sem lengi hefðu verið fjarverandi.
Norðmenn tóku það Iíka marg-
sinnis fram, að þeir litu ekki á fs-
lendinga sem útlendinga, heldur
frændur og vini og góða ná-
granna.
Við fórum frá Reykjavík 5. ágúst
með flugvél frá Braathen. Hún
kom með skógræktarfólkið frá
Noregi sem settist hér að og
flutti okkur svo til Noregs. Um
ferðina austur yfir hafið er lítið
að segja. Þoka kom norðan yfir
hálendi íslands og flugvélin flaug
mjög hátt. Við sáum þó norður á
Kjöl, Kerlingarfjöll og Hofsjökul,
flugum yfir Gullfoss, Veiðivötn og
Langasjó, en þegar kom austur
yfir Vatnajökul var allt hulið þoku
92
SKÓGRÆKTARRITIÐ