Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 96

Skógræktarritið - 15.05.2004, Blaðsíða 96
n Myndir 5 -6 Haldið til gróðursetningar að morgni. Plantað var í miklum bratta en sjá má þátttakendur við heldur ókræsilegar aðstæður. Víða var til trafala við gróðursetninguna að kestir af limi sem höggvið var af felidum trjám lá á víð og dreif. veginum. Dimmt var af nóttu, en okkur voru sýnd ljósin á búgarð- inum, sem við áttum að fara á, því nokkur önnur hús voru þar í nágrenninu. Við gengum upp trjágöngin, áleiðis upp að hús- inu, sem stóð nokkuð hátt. í trjá- göngunum mættum við heima- sætunni á bænum, sem kom á móti okkur til að bjóða okkur vel- komin og hún gerði það svo al- úðlega að okkur fannst við frekar vera að koma til gamalla vina en til ókunnugs fólks í framandi landi.. Okkur var vísað í stóra en frem- ur fornlega stofu, vel búna að fornlegum húsgögnum, mikið út- skornum, klæddum myndskreytt- um heimaofnum áklæðum. í stofunni voru fyrir tvær ungar stúlkur, systur þeirrar sem tók á móti okkur og vinkona þeirra. Fornafn heimasætunnar var Hilda. Hún spurði okkur hvort við vildum mat eða kaffi, en þar sem við vorum nýkomnir úr matar- veislu, höfðum við enga þörf fyrir hressingu, en þurftum að rísa snemma á fætur, því langt ferða- lag var fyrir höndum næsta dag, eða nokkru lengra en frá Reykja- vík til Akureyrar. Stúlkurnar höfðu áhuga fyrir að heyra sem mest frá íslandi. Við reyndum eftir bestu getu að leysa úr spurningum þeirra. Hilda sagði að við hefðum komið með sólina frá fslandi, því úrhellis rigning hefði verið frá í júlíbyrjun og aldrei séð til sólar fyrr en um það bil sem flugvélin okkar var að koma. Við hefðum bara þurft að koma fyrr með sólina. Venjulega væri sagt í Noregi að rigningin og kuldinn kæmi frá íslandi. Þegar við höfðum spjallað saman nokkra stund, var okkur fylgt til svefnherbergis okkar, sem var stórt og vel búið. Allt var þar fremur fornlegt, en framúrskar- andi smekklegt og hreinlegt. Við risum úr rekkju kl. 7 morguninn eftir og gengum út á svalir, sem voru á framhlið hússins. Af svöl- unum var eitt það dásamlegasta útsýni, sem ég hefi nokkurs stað- ar séð. Stillilogn var og sundin milli eyjanna slétt eins og spegil- gler. Eyjarnar með skógarbeltum, túnum og ökrum. Hér og þar sá í búgarðana innan um skóginn og við hvert hús voru breiður af fag- urlitum blómum, sem smekklega var fyrir komið. Firðir og sund skárust inn í landið og brött granítfjöll þakin skógi gengu fram í firðina hér og þar, og hamraþil- in báru víða grænan lit, því trjá- gróðurinn hafði fest rætur í hverri sprungu í hömrunum, og hér og þar sá í græn tún og rauð eða brún þök þar sem brattinn var minni f hlíðunum. Himinninn var heiður og blár og speglanirn- ar í haffletinum glæsilegar. Loftið var óvenju hreint og tært, vegna undangenginna rigninga. Þegar við höfðum staðið á svölunum litla stund og tekið nokkrar litmyndir, kom húsfreyj- 94 SKÓGRÆKTARRITiÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.