Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 96
n
Myndir 5 -6
Haldið til gróðursetningar að morgni. Plantað var í miklum bratta en sjá má þátttakendur
við heldur ókræsilegar aðstæður. Víða var til trafala við gróðursetninguna að kestir af limi sem höggvið var af felidum trjám lá á
víð og dreif.
veginum. Dimmt var af nóttu, en
okkur voru sýnd ljósin á búgarð-
inum, sem við áttum að fara á,
því nokkur önnur hús voru þar í
nágrenninu. Við gengum upp
trjágöngin, áleiðis upp að hús-
inu, sem stóð nokkuð hátt. í trjá-
göngunum mættum við heima-
sætunni á bænum, sem kom á
móti okkur til að bjóða okkur vel-
komin og hún gerði það svo al-
úðlega að okkur fannst við frekar
vera að koma til gamalla vina en
til ókunnugs fólks í framandi
landi..
Okkur var vísað í stóra en frem-
ur fornlega stofu, vel búna að
fornlegum húsgögnum, mikið út-
skornum, klæddum myndskreytt-
um heimaofnum áklæðum.
í stofunni voru fyrir tvær ungar
stúlkur, systur þeirrar sem tók á
móti okkur og vinkona þeirra.
Fornafn heimasætunnar var
Hilda. Hún spurði okkur hvort við
vildum mat eða kaffi, en þar sem
við vorum nýkomnir úr matar-
veislu, höfðum við enga þörf fyrir
hressingu, en þurftum að rísa
snemma á fætur, því langt ferða-
lag var fyrir höndum næsta dag,
eða nokkru lengra en frá Reykja-
vík til Akureyrar.
Stúlkurnar höfðu áhuga fyrir að
heyra sem mest frá íslandi. Við
reyndum eftir bestu getu að leysa
úr spurningum þeirra. Hilda
sagði að við hefðum komið með
sólina frá fslandi, því úrhellis
rigning hefði verið frá í júlíbyrjun
og aldrei séð til sólar fyrr en um
það bil sem flugvélin okkar var að
koma. Við hefðum bara þurft að
koma fyrr með sólina. Venjulega
væri sagt í Noregi að rigningin og
kuldinn kæmi frá íslandi.
Þegar við höfðum spjallað
saman nokkra stund, var okkur
fylgt til svefnherbergis okkar, sem
var stórt og vel búið. Allt var þar
fremur fornlegt, en framúrskar-
andi smekklegt og hreinlegt. Við
risum úr rekkju kl. 7 morguninn
eftir og gengum út á svalir, sem
voru á framhlið hússins. Af svöl-
unum var eitt það dásamlegasta
útsýni, sem ég hefi nokkurs stað-
ar séð. Stillilogn var og sundin
milli eyjanna slétt eins og spegil-
gler. Eyjarnar með skógarbeltum,
túnum og ökrum. Hér og þar sá í
búgarðana innan um skóginn og
við hvert hús voru breiður af fag-
urlitum blómum, sem smekklega
var fyrir komið. Firðir og sund
skárust inn í landið og brött
granítfjöll þakin skógi gengu fram
í firðina hér og þar, og hamraþil-
in báru víða grænan lit, því trjá-
gróðurinn hafði fest rætur í hverri
sprungu í hömrunum, og hér og
þar sá í græn tún og rauð eða
brún þök þar sem brattinn var
minni f hlíðunum. Himinninn
var heiður og blár og speglanirn-
ar í haffletinum glæsilegar. Loftið
var óvenju hreint og tært, vegna
undangenginna rigninga.
Þegar við höfðum staðið á
svölunum litla stund og tekið
nokkrar litmyndir, kom húsfreyj-
94
SKÓGRÆKTARRITiÐ