Skógræktarritið - 15.05.2004, Síða 101
Þar óku bflarnir í land og við
héldum vestur yfir hálsana til
Rissa og komum þar kl. 23.30,
eftir mjög ánægjulegan dag og
mjög heitan. Hitinn mun hafa
varið yfir 30 stig í skugganum.
Himinninn var heiður og blár og
hvergi sást ský á lofti, en blá hita-
móða gerði skyggnið lakara en
æskilegt hefði verið.
Fyrsta daginn sem við vorum í
Rissa kom það til tals að strák-
arnir f skógræktarhópnum lékju
knattspyrnu við heimamenn.
Strákarnir fóru að æfa sig lítillega
á kvöldin, en þegar þeir komu f
félagsheimilið í Rissa og sáu þar
innrömmuð heiðursskjöl sem
knattspyrnufélagið í Rissa hafði
fengið fyrir sigra í knattspyrnu, lá
nærri að hugrekkið bilaði. Svo fór
þó ekki og á mánudagskvöld fór
leikurinn fram. Fyrri háifleik lauk
þannig að ekkert mark var skorað,
en um miðjan síðari hálfleik skor-
uðu Rissamenn mark, en á sömu
mínútu jöfnuðu íslendingar með
óverjandi marki. Leiknum lauk
með 1:1 og voru það góð úrslit
fyrir íslendinga, því hinir áttu
meira í leiknum. f framlínunni
voru tveir Akureyringar hættuleg-
astir.
Miðvikudaginn 12. ágúst fórum
við alfarin frá Rissa. Fyrst fórum
við til Þrándheims. Þar var byrjað
á að skoða dómkirkjuna, það
stórfenglega listaverk. Hún er
krosskirkja, 100 metrará lengd og
50 metra breið. Turninn er 99
metrar á hæð. Þegar við vorum
að skoða kirkjuna, var þar fyrir
fjöldi af ferðamönnum í sömu er-
indum og nokkrir leiðsögumenn
leiðbeindu gestum. í gluggum
kirkjunnar eru glermálverk. Okkur
var sagt að í gluggunum væru
2000 rúður með lituðu gleri, og
pípuorgelið sem er f kirkjunni var
okkur sagt að væri það stærsta í
Evrópu, norðan Alpafjalla. Til
þess að við fengjum að heyra í
orgelinu voru leikin á það tvö
tónverk. Má með sanni segja að
orgelið hæfði kirkjunni. Hvelfing
kirkjunnar er feikna há og þótt
sól skíni inn um gluggana og
kveikt sé á öllum rafljósum er
samt rökkur uppi í hvelfingunni.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
kirkjunni nánar. Til þess brestur
mig orð og hæfileika. Sú tign og
sá hátíðablær sem hvílir yfir kirkj-
unni gagntekur svo hugann að
mér fannst ég verða eins og agn-
arlítið barn í þessum mikla geim.
Ég held að engin predikun hversu
kröftug sem hún kann að vera,
verki eins á hugann og hin tignar-
lega og mikilfenglega kirkja sem
óhjákvæmilega hlýtur að hrífa
hugann. Maðurinn finnurað
hann er í Guðshúsi og stendur
frammi fyrir einhverju sem er
ólýsanlega tilkomumikið, mátt-
ugt og voldugt.
Þegar við höfðum skoðað kirkj-
una, sátum við í boði bæjar-
stjórnar Þrándheimsborgar á
Hótel Britanía ásamt skógræktar-
fólkinu, sem kom sunnan úr Guð-
brandsdal undirstjórn ísleifs
Sumarliðasonar. Að veislunni
lokinni skildu leiðirá ný. Hópur
ísleifs skoðaði borgina og hélt
svo yfir til Rissa, en Sigurður
Blöndal fór með sinn flokk suður
yfir Dofrafjöll, til Vágámo, þar
sem okkur var tekið með sömu
alúð og annars staðar í Noregi.
Ég ætla ekki að lýsa störfunum
í Vágámo, það var aðeins endur-
tekning á því sem gerðist í Rissa.
Eg ætla aðeins að segja frá tveim
skemmtiferðum sem við fórum
þaðan. Eitt kvöldið var okkur
boðið í bílferð upp á fjall sem
heitir Blaahojden, 16I8metrará
hæð. Þar stendur til að byggð
verði fjarskiptistöð, og þar af
leiðandi var lagður bílvegur upp
á fjallstoppinn. Þessi vegur er
ekki opnaður fyrir almenna um-
ferð.
Okkur var sagt að við værum
fyrstu íslendingar sem kæmum
upp á fjaliið. Farið var upp á fjall-
ið á 10 fólksbílum. Víðsýni er
mikið af fjallinu í allar áttir. f
austur sést allt að landamærum
Svíþjóðar. í vestri sjást hæstu
fjöll Noregs og stærsti jökull Nor-
egs, Jostedalsbræ.
Sunnudaginn 16. ágúst var
bjart og gott veður eins og alla
aðra daga sem við vorum í Nor-
egi. Sama dag bauð bæjarstjórn-
in í Vágo okkur í skemmtiferð
suður í Jötunheima. Við lögðum
af stað kl. 10.30 á stórum og góð-
um langferðabíl, sem okkar ágæti
bílstjóri Trygve Svare ók. Hann
hefur mest ekið okkur undanfarið
og ber heiðursmerki fyrir tuttugu
ára öruggan akstur. Fyrst var ekið
um stund inn með Vágámovatni,
sem er mjög langt og mjótt
stöðuvatn. Síðan er beygt til suð-
urs, eftir fremur grunnum dal, þar
til komið er upp á hálendið, f 900
til 1100 metra hæð yfir sjó. Eftir
það er vegurinn að mestu lárétt-
ur, þar til komið er inn á milli
snævi þakinna risafjalla Jötun-
heima. Gróðurinn minnir á
heiðagróður á íslandi, til dæmis
á Jökuldalsheiði, en viða er smá-
kjarr. Stöðuvötn, bæði stór og
smá, eru hér og þar. Á milli þeirra
eru lágir ásar og einstök fell, en
fjær eru risafjöll með hamraþilj-
um. og snjófönnum. Þar eru
nokkrir af hæstu tindum Noregs.
Nokkrir frá 2000 til 2460 metra
yfir sjó. Náttúrufegurð er hér mik-
il og fjölbreytt. Víða eru hér sel
og fjallakofar, sem dvalið er í
tíma og tíma, bæði vetur og sum-
ar. Svo eru hér og þar fjallahótel,
sem mörg uppfylla ekki ströng-
ustu kröfur nútímans, en eru þó
furðu fjölsótt.
Við komum í eitt sel, þar sem
öll selstörf voru í fullum gangi.
Stór hópur af geitum var á beit
skammt frá selinu og nokkrar
beljur voru þar einnig. Við feng-
um að skoða allt sem tilheyrði
selinu. Öll hús voru úr timbri og
fornleg að sjá en vel við haldið
og þar var allt framúrskarandi
hreint og þrifalegt. Einn hluti að-
SKÓGRÆKTARRITIÐ
99