Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 104
I
Mynd 14. N.E. Ringset, sá sami og kom til íslands og lenti á sveitaballi í Félags-
heimilinu í Brautartungu, tók á móti okkur og sýndi okkur merkar minjar meðal anm
ars Kon Tiki og er hér fyrir utan byggingar víkingaskipanna á Bygdoy.
albyggingar selsins var gestastofa
með þrem uppbúnum rúmum.
Skammt neðan við selið var stórt
blikandi bjart fjallavatn, sem fjar-
læg snjóug hamrafjöll jötun-
heimanna spegluðu sig f. Þarna
væri dásamlegt að vera selsmali,
á slíkum góðviðrisdögum sem
voru þarna um þessar mundir, En
tíminn leið og margt þurfti að at-
huga fleira en rómantík seljanna.
Lengst fórum við inn í Jötun-
heima að Gjendevatni, sem er
mjög langt en tiltölulega mjótt.
Há fjöll liggja að því á alla vegu
og eru þar víðast hrikalegar
hamragnípur og eggjar. Um þess-
ar hamraeggjar þóttist Pétur
Gautur hafa riðið á hreindýrinu.
Margir sögufrægir staðir voru
okkur sýndir í þessari ferð. Auk
staða sem nefndir eru í Pétri
Gaut, sáum við staði sem getið er
um f sögu Kristínar Lafransdóttur
og heimili Knut Hamsun.
Hádegisverð borðuðum við f
fjallahóteli Bessheim sem stend-
ur á fögrum stað við Sjödalsvatn.
Áfast við hótelið er gamalt hús,
sem nú geymir merkilegt byggða-
safn.
Mikið ber þar á fögrum út-
skornum munum, sem eru hrein
listaverk. Athyglisverðast fannst
mér þar stór skápur af mjög
óvenjulegri gerð og breið um-
gjörð um dyrnar á húsinu, sem
var snilldarlega útskorin. Járnin á
hurðinni voru einnig voldug og
mjög skrautleg. Mjög margt var
þar að sjá af merkilegum hlutum.
Þegar við komum til Klones -,
það var nafn skólans sem við
bjuggum í - höfðum við aðeins
tíma til að borða kvöldverð, því
ákveðið hafði verið að við hlýdd-
um á messu íVágökirkju, sem
átti að hefjast kl. 8 um kvöldið.
Vágokirkja er mjög forn, eins og
margar kirkjur í Noregi. Hún er
mjög skreytt með útskurði og
glæsilegum litum. Enginn sér-
stakur kirkjukór söng í kirkjunni.
Leikið var á orgel og svo sungu
kirkjugestirnir. Eitt barn var skírt f
messunni (hlaut það nafnið Liv.
Elsti legsteinninn í garðinum er
frá 1695. Þarna ergrafin frægasta
hjartarskytta Noregs, Ja Gjente, f.
1794, d. 1883. Dyraumbúnaður og
hurð kirkjunnar er frá árinu 1270,
sá elsti í Noregi)... Það er merki-
legt með alla kirkjugarða í Nor-
egi, að hvergi sást upphlaðið
leiði. Garðarnir eru sléttir gras-
fletir, ágætlega hirtir. Mikið er af
legsteinum sem standa í beinum
röðum og sýna að garðarnir eru
mjög vel skipulagðir. Mikið er af
skrautblómum við legsteinana,
mjög smekklega raðað eftir litum
Það stingur mjög f stúf við það
sem við eigum að venjast hér á
landi, að sjá hvað Norðmenn
hirða vel sfna kirkjugarða. Allar
kirkjur sem ég sá, voru með fal-
legum háum og reisulegum turn-
um, sem gerðu kirkjurnar svip-
miklar og glæsilegar byggingar. í
viðbót við þetta er svo allt það
skraut, sem er inni í kirkjunum.
Þetta á jafnt við um litlar sveita-
kirkjur og stórar kirkjur f stærri
bæjum. Auðvitað er hlaðið meira
af skrauti f stærri kirkjurnar, en
alúðin við kirkjuskreytingar er
alls staðar auðsæ.
Þriðjudaginn 18. ágústfórum
við alfarin frá Vágo. Við fórum
með bíl til Otta, sem er allstór
bær, ofarlega í Guðbrandsdal. í
Otta skiptum við um farartæki og
fórum þar í hraðlest, sem okkur
virtist reyndar fara fremur hægt.
Hún þurfti víða að stansa, en
hvergi nema örlitla stund í einu.
Víða er mikil náttúrufegurð þar
sem farið er niður Guðbrandsdal-
inn að Lillehammer. Meðfram
Mjosen er mjög skemmtileg leið,
en það var takmarkað sem hægt
var að njóta útsýnis um glugga
lestarinnar.
f Osló gistum við í stóru skóla-
húsi, en borðuðum á hóteli sem
var alllangt frá skólanum. Seint
um kvöldið kom flokkur ísleifs frá
Rissa og gisti f sama skóla og við.
Eftir það voru báðir hóparnir
sameinaðir. Daginn eftir skoðuð-
um við Oslóborg. Fyrst skoðuð-
um við ráðhús borgarinnar, sem
er glæsileg stórbygging, skreytt
listaverkum sem sýna sögu Nor-
egs frá fyrstu tíð og fram á síð-
ustu ár. Þegar við komum í ráð-
102
SKÓGRÆKTARRITIÐ