Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 56

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201454 Í Kaliforníu er að finna tilkomumikla skóga sem geyma mörg af elstu og hæstu trjám jarðar. Jafnvel hæstu menn finna til smæðar sinnar innan um þessa tröllvöxnu öldunga sem sumir hafa staðið þarna frá því í fornöld. Fjölbreytni trjátegunda og plantna í Kaliforníu er aukin- heldur afar mikil og helgast það af ýmsum umhverfisþáttum. Hún er til að mynda umlukin fjallgörðum og eyðimörkum sem komu í veg fyrir að svæðið yrði þakið ís á síðasta ísaldarskeiði. Haustið 2013 lögðum við í ferðalag um skóga Kaliforníu og komum meðal annars við í Joshua Tree og Big Sur sem er syðsta útbreiðslu- svæði risarauðviðarskóganna. Orð duga skammt til að lýsa þeirri upp- lifun að koma í þessa fornfrægu skóga og leyfum við því ljósmyndum þaðan að tala sínu máli. Á slóðum risanna - Ferðalag um skóga Kaliforníu Útsýni frá jaðri risarauðviðarskógarins í Big Sur í suðurhluta Kaliforníu.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.