Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 81
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 79
tegundirnar þurfi vetrarskjól í köldu húsi í fleiri vetur,
t.d. fjórða og fimmta veturinn. Það hefur verið gert
með lífvið, risafuru, kristþyrni og þöll.
Við vetrarvistun plantna þarf að hafa í huga að rætur
hafa heldur minna frostþol en yfirvöxturinn. Því er
öruggara að geyma plöntur í jörðu en í pottum á
plani. Rótarkal verður fyrst og fremst við kuldaflötinn.
Stærri pottar veita því meira skjól gegn kali en minni
ílát eins og fjölgatabakkar. Til að veita stálpuðum
trjám betri vistun veturinn fyrir útplöntun hefur
jarðsetning tíðkast í Deild og minni pottaplöntur
sem standa á plani hafa verið huldar með vikri eða
sandi upp fyrir brún pottanna. Í jarðsetningu felst
að taka plöntuna úr pottinum, grafa hana vel niður
hallandi undir litlu horni með stofninn í átt undan
megin vindstefnu.
Plöntuvalið stækkað
Nú þegar rúmlega tuttugu ár eru liðin frá því að trjá-
ræktin hófst hafa aðstæður breyst frá því að vera
óhagstæðar í að vera nokkuð góðar eftir að náðist
að byggja upp nauðsynlegt skjól. Fyrstu tíu árin voru
eingöngu gróðursettar viðurkenndar frumherja-
tegundir eins og birki, sitkagreni, stafafura, alaskaösp,
rússalerki og fáeinar aðrar. Í þessu fólst að það tók
tíu ár að byggja upp nægilegt skjól til að unnt væri
að bjóða öðrum viðkvæmari tegundum bólfestu
í túninu í Deild. Það var í sjálfu sér áfangi að hefja
gróðursetningu á aski og hlyni sem var fyrsta litla
skrefið út fyrir þægindarammann sem áföllin eftir
fyrsta árið höfðu markað. Þetta hljómar skrítið nú en
svo var ekki þá.
Það þurfti góðan félaga til að opna augun fyrir
þeim möguleikum sem skjól fyrstu áranna hafði
skapað. Hann renndi í hlað með glænýja kímplöntu
af hrossakastaníu vafða inn í dagblaðsrifrildi. Fræið
hafði verið hirt upp af götu í Helsinki haustið áður.
Þessi vesæli sproti var þeginn af hálfum hug og efa
um að úr honum gæti ræst. Hrossakastanían var
gróðursett í sumarbyrjun í skjóli af vörubretti og
flestum til undrunar lifði hún af næsta vetur og lifir
enn sem glæsilegt rúmlega tveggja metra hátt tré.
Ísinn var brotinn og nýr kafli í ræktunarstarfinu í
Deild hafinn.
Endurskipulagning og ný viðmið
Árið 1999 og aftur 2003 var trjáræktarsvæðið á tún-
inu stækkað og skipulagt út frá reynslu og nýjum
áherslum. Tegundafjöldinn hafði verið takmarkaður
fram að því sem endurspeglaði varkárni og upphaf-
lega vantrú á ræktunarskilyrðum. Eitt lærdómsár
og fimm farsæl ræktunarár voru þó að baki og kom-
inn tími til að færa út kvíarnar. Fyrri stækkunin var við
íbúðarhúsið og síðari stækkunin teygði sig lengra út
frá því. Innan þessa ramma voru skilgreind fjögur
ræktunarsvæði sem skyldu verða opnari og trjágróð-
urinn aðgengilegri en fyrr. Hvergi yrðu einsleitnir
þéttir skógarlundir. Áhersla skyldi vera á blandaðan
skógargarð með blómstrandi trjám og runnum innan
um aðrar tegundir. Reynslan af nýtingu sitkagrenis til
skjólmyndunar var lögð til grundvallar við afmörkun
skjólsvæða og bogadregnum stígum var fjölgað
mikið. Eftir að búið var að teikna megindrætti á blað
voru væntanlegir stígar slegnir til að sjá hvernig
ræktunin myndi falla að landinu og til að tryggja að
ræktunin sæist sem best frá stígunum. Reynt var að
haga skipulagi og plöntun þannig að hver einasta
trjátegund væri sýnileg frá einhverju sjónarhorni af
6. mynd. Undirbúningur fyrir vetrarvistun - við gróðurstíuna. 7. mynd. Stígakerfi veitir aðgang að ræktuninni.