Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 72

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201470 Stafafura (Pinus contorta) kennd við smábæinn Skag- way í Alaska hefur verið ráðandi stafafurukvæmi í skógrækt hér á landi undanfarna áratugi. Skagway- stafafuran er eins konar millistig meginlands- og strandafbrigðis stafafurunnar og er ekki eins beinvaxin og meginlandskvæmið. Hún hentar vel íslenskum Móðir íslensku stafafuruskóganna Um áratuga skeið safnaði Barbara D. Kalen frá Skagway í Alaska stafafurufræi fyrir Íslendinga í góðu samstarfi við íslenska skógræktarmenn. Óhætt er að fullyrða að enginn einstaklingur hafi lagt jafnmikið á sig við söfnun stafafurufræs af Skagway-kvæmi, en það er algengasta og útbreiddasta stafafurukvæmi hér á landi og það sem best hefur reynst. Haustið 1964 gerði hún fræsöfnun sinni og skógræktarmálum Íslendinga góð skil í greininni „New Trees for Iceland“ sem hún skrifaði fyrir tímaritið Natural History Maga- zine en einhverra hluta vegna birtist hún aldrei. Um líkt leyti skrifaði hún aðra grein undir heitinu ,,Pine Cones for Iceland” um sama efni sem hefur heldur ekki birst. Í þessari grein, sem rituð er hálfri öld síðar, styðst ég að miklu leyti við áðurnefndar greinar auk annarra heimilda um Barböru Kalen og tengsl Íslendinga við Skagway í Alaska. Barbara D. Kalen safnar stafafurufræi haustið 1963 í grennd við heimabæ sinn, Skagway í Alaska. Mynd: Frá fjölskyldu Barböru Kalen

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.