Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 86

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201484 gestgjöfunum, Skógræktarfélögum Akraness og Skilmannahrepps, að gjöf plöntubakka með rauð- blaða birki, sem hann vinnur nú að því að rækta saman við íslenskt birki. Dagskrá lauk svo með balli fram á nótt. Sunnudagur 17. ágúst Hefðbundin aðalfundardagskrá hélt áfram á sunnudag með afgreiðslu reikninga sem voru samþykktir sam- hljóða. Tólf tillögur að ályktunum voru bornar upp á fundinum, eftir umræður og meðferð í nefndum. Fjórum ályktunum var vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu. Samþykktar ályktanir á fundinum voru: 1. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, fagnar nýlegri samþykkt tveggja þingsályktana á hinu háa Alþingi, annars vegar „um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu“ (211. mál) og hins vegar „um stefnu- mótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014–2017“ (256. mál). Fundurinn væntir þess að samþykkt þeirra leiði til hagnýtra rannsókna, þróunarstarfs og til eflingar skógræktarstarfs á landsvísu og þess sjái stað í fjár- lögum næsta árs. 2. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, fagnar því góða og árangurs- ríka rannsóknastarfi sem unnið var að á árunum 2002-2006 í samstarfi Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Land- búnaðarháskóla Íslands, undir verkefninu „Skógvist“. Meginmarkmið verkefnisins var að kanna breytingar sem verða á lífríki, kolefnishringrás og jarðvegsþáttum mólendis við skógrækt og þegar birkiskógur vex upp. Þær niðurstöður sem hafa fengist með verkefninu hafa verið nýttar af skógræktaraðilum til að skipu- leggja skógræktarstarf þannig að neikvæð áhrif verði sem minnst og ávinningur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Mikilvægt er að fjármögnun fáist til áframhaldandi rannsókna og vöktunar á langtíma- áhrifum nýskógræktar á vistkerfi, en því miður hefur niðurskurður á skógræktarrannsóknum og rannsóknasjóðum síðustu árin gert það að verkum Bjarni O.V. Þóroddsson, formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, leiðir göngu um Álfholtsskóg. Mynd: RF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.