Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 82

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201480 göngustíg. Þriggja til sex ára sitkagreni sem féll til við grisjun úr eldri ræktun nýttist vel sem frumherji á nýju svæðunum. Einnig voru fyrstu skjólgirðingarnar teknar upp og með sitkagreninu var lagður grunnur að kerfisbundinni skjólmyndun. Í megindráttum var unnið út frá þeirri grunnhug- mynd að til yrðu nokkur skjól- og ræktunarsvæði þar sem sitkagreni en einnig alaskaösp, greni og valin víðiklón mynduðu háan skjólvegg á móti helstu veðuráttum. Í skjóli þeirra væru gróðursettar trjáteg- undir sem búast mætti við að yrðu nokkuð hávaxnar, t.d. askur, álmur, birki, elri, heggur, hlynur og reynir. Þá kæmu lægri tegundir á borð við amal, hesli, hyrni, kirsi, rósir, sýrenur, steinepli, toppa og þyrni. Lág- vaxnari tegundir gæti myndað neðsta lagið, eins og berjarunnar, kvistir, logalauf, litli eldrunni, mjaðarlyng og fleiri lágvaxnir runnar og þekjuplöntur. Þannig má líta á uppbygginguna í fjórum hæðarsviðum þótt engin slík skipting verði sýnileg. Nýjar tegundir Í Deild hefur nú verið plantað á þriðja hundrað trjá- tegunda og kvæma. Harðgerðar frumherjategundir voru einráðar fyrstu tíu árin en seinni tíu árin hefur viðkvæmari tegundum fjölgað mjög hratt eftir því sem skilyrði fyrir tilvist þeirra skapast. Hlynur, askur og álmur voru einna fyrstu nýju tegundirnar. Toppar, eins og alpatoppur, glæsitoppur, gultoppur, klukku- toppur, surtartoppur o.fl. komu einnig snemma og þyrnar, eins og dögglingsþyrnir, hvítþyrnir, mjúkþyrnir, síberíuþyrnir, snæþyrnir o.fl. fylgdu í kjölfarið. Margar reynitegundir hafa bæst í hópinn auk ilmreynis sem var meðal frumherjanna. Um tuttugu reynitegundir eru nú í ræktun. Meðal þeirra eru bergreynir, fjalla- reynir, hubeireynir, rósareynir, rúbínreynir, seljureynir og vorreynir. Tegundir af hlyni eru orðnar níu og þintegundir tíu. Af þeim tegundum sem komið hafa á síðustu fimm árum má nefna kirsi, eins og fugla- kirsi, roðakirsi, næfurhegg og fjallaplómu. Auk þess má nefna hjartalind, silfurlind, marþöll, fjallaþöll, kristþyrni, skógarþöll, sveipálm, skógarbeyki, stilkeik, rauðeik, risalífvið, kanadalífvið og margar fleiri. Skráning og kortlagning Mikilvægt er að fylgjast með þrifum og vexti tegund- anna sem þýðir að skráning og kortlagning þarf að vera nokkuð ítarleg. Þegar ræktunarsvæðið var stækkað var ljóst að bæta þyrfti skráninguna enda stóð fyrir dyrum mikil tegundafjölgun. Ákveðið var að merkja hverja tegund a.m.k. á einum aðgengilegum stað og treysta svo á að hana mætti þekkja aftur á öðrum stað. Það hefur gengið sæmilega. Skráning á merkingum var snemma ákveðin og hefur haldist óbreytt síðan. Einnig þurfti að einfalda skráningu á kortagrunna enda ekki auðvelt að skrifa þar heiti í fullri lengd. Að bandarískri fyrirmynd var tekið upp kerfi skammstafana með fjórum bókstöfum. Tveir fyrstu stafirnir vísa til ættkvíslar og tveir seinni til tegundar. Þetta er sýnt og skýrt í hliðarramma. Framhaldið Uppbyggingu trjáræktarsvæðanna er langt í frá lokið en hraðinn mótast fyrst og fremst af því hvernig gengur með myndun nægilegs skjóls. Það verður til í nokkrum skrefum þar sem harðgerðari tegundir koma fyrst og styðja við aðrar lægri og meira veik- burða. Stefnt er að því að þegar uppbyggingu lýkur verði orðinn til um 8 ha skógargarður. Umfjöllun um ræktunarstarfið og vöxt og viðgang einstakra trjáteg- unda og kvæma verður til umfjöllunar í síðari grein um ræktunarstarfið í Deild. Höfundur: SVEINN ÞORGRÍMSSON 8. mynd. Kvistill (Physocarpus malvaceus). 9. mynd. Fuglakirsi (Prunus avium).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.