Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 82

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201480 göngustíg. Þriggja til sex ára sitkagreni sem féll til við grisjun úr eldri ræktun nýttist vel sem frumherji á nýju svæðunum. Einnig voru fyrstu skjólgirðingarnar teknar upp og með sitkagreninu var lagður grunnur að kerfisbundinni skjólmyndun. Í megindráttum var unnið út frá þeirri grunnhug- mynd að til yrðu nokkur skjól- og ræktunarsvæði þar sem sitkagreni en einnig alaskaösp, greni og valin víðiklón mynduðu háan skjólvegg á móti helstu veðuráttum. Í skjóli þeirra væru gróðursettar trjáteg- undir sem búast mætti við að yrðu nokkuð hávaxnar, t.d. askur, álmur, birki, elri, heggur, hlynur og reynir. Þá kæmu lægri tegundir á borð við amal, hesli, hyrni, kirsi, rósir, sýrenur, steinepli, toppa og þyrni. Lág- vaxnari tegundir gæti myndað neðsta lagið, eins og berjarunnar, kvistir, logalauf, litli eldrunni, mjaðarlyng og fleiri lágvaxnir runnar og þekjuplöntur. Þannig má líta á uppbygginguna í fjórum hæðarsviðum þótt engin slík skipting verði sýnileg. Nýjar tegundir Í Deild hefur nú verið plantað á þriðja hundrað trjá- tegunda og kvæma. Harðgerðar frumherjategundir voru einráðar fyrstu tíu árin en seinni tíu árin hefur viðkvæmari tegundum fjölgað mjög hratt eftir því sem skilyrði fyrir tilvist þeirra skapast. Hlynur, askur og álmur voru einna fyrstu nýju tegundirnar. Toppar, eins og alpatoppur, glæsitoppur, gultoppur, klukku- toppur, surtartoppur o.fl. komu einnig snemma og þyrnar, eins og dögglingsþyrnir, hvítþyrnir, mjúkþyrnir, síberíuþyrnir, snæþyrnir o.fl. fylgdu í kjölfarið. Margar reynitegundir hafa bæst í hópinn auk ilmreynis sem var meðal frumherjanna. Um tuttugu reynitegundir eru nú í ræktun. Meðal þeirra eru bergreynir, fjalla- reynir, hubeireynir, rósareynir, rúbínreynir, seljureynir og vorreynir. Tegundir af hlyni eru orðnar níu og þintegundir tíu. Af þeim tegundum sem komið hafa á síðustu fimm árum má nefna kirsi, eins og fugla- kirsi, roðakirsi, næfurhegg og fjallaplómu. Auk þess má nefna hjartalind, silfurlind, marþöll, fjallaþöll, kristþyrni, skógarþöll, sveipálm, skógarbeyki, stilkeik, rauðeik, risalífvið, kanadalífvið og margar fleiri. Skráning og kortlagning Mikilvægt er að fylgjast með þrifum og vexti tegund- anna sem þýðir að skráning og kortlagning þarf að vera nokkuð ítarleg. Þegar ræktunarsvæðið var stækkað var ljóst að bæta þyrfti skráninguna enda stóð fyrir dyrum mikil tegundafjölgun. Ákveðið var að merkja hverja tegund a.m.k. á einum aðgengilegum stað og treysta svo á að hana mætti þekkja aftur á öðrum stað. Það hefur gengið sæmilega. Skráning á merkingum var snemma ákveðin og hefur haldist óbreytt síðan. Einnig þurfti að einfalda skráningu á kortagrunna enda ekki auðvelt að skrifa þar heiti í fullri lengd. Að bandarískri fyrirmynd var tekið upp kerfi skammstafana með fjórum bókstöfum. Tveir fyrstu stafirnir vísa til ættkvíslar og tveir seinni til tegundar. Þetta er sýnt og skýrt í hliðarramma. Framhaldið Uppbyggingu trjáræktarsvæðanna er langt í frá lokið en hraðinn mótast fyrst og fremst af því hvernig gengur með myndun nægilegs skjóls. Það verður til í nokkrum skrefum þar sem harðgerðari tegundir koma fyrst og styðja við aðrar lægri og meira veik- burða. Stefnt er að því að þegar uppbyggingu lýkur verði orðinn til um 8 ha skógargarður. Umfjöllun um ræktunarstarfið og vöxt og viðgang einstakra trjáteg- unda og kvæma verður til umfjöllunar í síðari grein um ræktunarstarfið í Deild. Höfundur: SVEINN ÞORGRÍMSSON 8. mynd. Kvistill (Physocarpus malvaceus). 9. mynd. Fuglakirsi (Prunus avium).

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.