Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 73
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 71
aðstæðum enda harðgerð og fljótvaxin. Almennt
gerir stafafuran ekki miklar kröfur til jarðvegs og
þrífst vel í hlýjum, meðalþurrum og næringarríkum
jarðvegi, svo sem mólendi, en einnig er hún dugleg
að sá sér sjálf við erfiðar aðstæður, jafnvel í næringar-
snauða mela þar sem fátt annað festir rætur.
Stafafuran á rætur að rekja til vesturhluta Norður-
Ameríku og hana má finna allt frá Colorado til Kali-
forníu og norður til Alaska. Stafafuran getur náð allt
að 30 metra hæð í heimkynnum sínum og orðið 600
ára gömul. Líkt og enskt heiti hennar, lodgepole pine,
gefur til kynna, notuðu frumbyggjar Norður-Ameríku
hana gjarnan til að reisa tjöld en í hefðbundnu indíána-
tjaldi eru 15-18 furubolir. Indíánar nýttu vissa hluta
furunnar einnig í lækningaskyni, meðal annars til að
sótthreinsa sár.
Skoski plöntusafnarinn David Douglas var fyrsti
Evrópumaðurinn til að uppgötva tegundina en það
gerði hann við Columbia-ána í Washington-fylki árið
1825. Fyrstu fræin bárust til Evrópu upp úr miðri 19.
öld.i
Um hlut stafafurunnar í íslenskri skógrækt þarf ekki
að fjölyrða enda er hún einfaldlega eitt mikilvægasta
og algengasta skógartréð. Árið 2012 voru gróður-
settar ríflega 560.000 stafafurur í skógum landsins
sem nemur um 17% af heildagróðursetningu til
skógræktar. Er það álíka fjöldi og gróðursettur var af
sitkagreni það ár.ii Gera má því skóna að megnið af
plöntunum sé af Skagway-kvæmi.
Vinsældir stafafuru sem jólatrés hafa aukist jafnt og
þétt á undanförnum árum og nú er hún mest selda
innlenda tréð og gjarnan nefnd „íslenska jólatréð“ af
skógræktarmönnum. Þrátt fyrir að vera óhefðbundið
jólatré þarf ekki að undrast vinsældir hennar enda
er hún falleg, ilmandi og afar barrheldin, sérstaklega
í samanburði við rauðgrenið, sem lengi vel var vin-
sælast af innlendum jólatrjám.
Einar Sæmundsen kemur til Skagway
Stafafura kom fyrst til Íslands árið 1936 en þá fékk
Guttormur Pálsson, skógarvörður á Hallormsstað,
fræ frá Smithers í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Nokkur
hundruð plöntur voru gróðursettar við Atlavíkur-
stekk árið 1940.
Samskipti skógræktarmanna á Íslandi og í Alaska
hófust af fullum krafti undir lok seinna stríðs þegar
Hákon Bjarnason og Vigfús Jakobsson voru þar á
ferð og söfnuðu fræi.iii Árið 1950 varði Einar G. E.
Sæmundsen skógarvörður tveimur mánuðum við
fræsöfnun í Alaska og kom þá meðal annars við í
Orkan geislaði af henni
Ólafur V. Sigurðsson, fyrrverandi skipverji hjá Land-
helgisgæslunni, kynntist Barböru D. Kalen fyrir
rúmum tveimur áratugum þegar hann var á
skútuferðalagi fyrir ströndum Alaska ásamt konu
sinni og bandarískum kunningja þeirra. Þegar
þau lögðust að höfn í Skagway sagði hafnar-
stjórinn að þau yrðu að hitta konu sem byggi í
bænum og héti Barbara. „Því að ef hún kemst
að því að hingað hafi komið Íslendingar og að
ég hafi ekki látið hana vita, þá drepur hún mig!“
bætti hafnarstjórinn við.
Skagway er gamall gullgrafarabær sem má
muna sinn fífil fegurri. Fyrir aldamótin 1900
bjuggu þar hátt í 10.000 manns en nú eru
íbúarnir innan við 1.000. Barbara rak minjagripa-
verslun við aðalgötu bæjarins sem er í göngufæri
frá höfninni. „Í sex mánuði á ári seldi hún túristum
filmur. Svo var hún mikið í listum, bæði leiklist og
myndlist. Á efri hæðinni var hún með listagallerí
og hún seldi málverk eftir alla listmálara í Alaska,“
segir Ólafur. Vel fór á með ferðalöngunum og
Barböru og sagði hún þeim meðal annars frá
kynnum sínum af Hákoni Bjarnasyni skógræktar-
stjóra en þau skrifuðust lengi á. Fáeinum árum
fyrr, þegar Barbara frétti að Hákon væri orðinn
heilsutæpur, fór hún til Íslands til fundar við hann.
„Þau áttu svo merkilegt samstarf. Þegar tveir
svona pólar eins og Hákon og hún lenda saman
verður útkoman mögnuð, sérstaklega þegar
málefnið á meira skylt við trúarbrögð en vinnu.“
Úr varð að Ólafur bauð Barböru að koma aftur
til Íslands og dvelja hjá sér sem hún og þáði. Í
ferðinni notaði hún tækifærið og heilsaði upp
á íslenska skógræktarmenn, meðal annars hjá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og á
starfsstöðvum Skógræktar ríkisins í Skorradal og
Haukadal. Kynni Ólafs af Barböru urðu einnig til
þess að hann fékk sjálfur áhuga á trjárækt.
Ólafur og Barbara héldu sambandi bréfleiðis
þangað til að hún féll frá fyrir þremur árum.
„Orkan geislaði af henni. Maður sá að hún var
slitin af vinnu líka og hafði greinilega aldrei hlíft
sér. Hún virkaði á mann sem alger víkingur.“
i Auður I. Ottesen (ritstjóri), 2006 , bls. 119-122.
ii Einar Gunnarsson, 2013, bls. 84-89.
iii Sigurður Blöndal og Skúli Björn Sigurðsson, 2000, bls. 229-230.