Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 49

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 49
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 47 velja kvæmi sem voru sem næst skógarjaðri og frá sem norðlægustum slóðum en það var greinilegt að þau komu verr út þar sem þau þurfa minni hita til að byrja að vaxa. Eftir þetta var Haukur Ragnarsson sendur til Alaska til að taka prufur frá fleiri stöðum og þá líka sunnar.“ Eitt finnst honum að menn hefðu mátt leggja meira upp úr í kjölfar hretsins. „Það er að rækta fræ og nota sem fræmæður þessi tré sem lifðu þetta af. Maður á að leita í það sem hefur staðið sig.“ Fjárvarsla tímafrek og kostnaðarsöm Ágúst og félagar hans hjá Skógrækt ríkisins þurftu þó að eiga við fleira en óútreiknanlegt veðurfar í árdaga skógræktar í Skorradal. „Það sem manni finnst krítískast þegar maður er búinn að starfa svona lengi er hve lítið maður gat unnið að beinni skógrækt í hlutfalli við fjárvörsluna sem var geysilega tímafrek og kostnaðarsöm. Það voru svo hryllilega vitlaus og ósanngjörn lög og reglugerðir um fjárhald. Það var til dæmis kveðið á um það að þar sem skógræktar- girðingu fennti í kaf að vetri til og sauðfé kæmist yfir, þá gat fjáreigandi heimtað laun fyrir að ná í kindurnar sínar, jafnvel þó að þær væru búnar að skemma og eyðileggja það sem var fyrir innan,“ segir Ágúst. Sauðkindin kostar skógræktarmenn í Skorradal minna fé og fyrirhöfn nú til dags en áður. Kemur þar bæði til að sauðfé hefur fækkað og lög og reglur um fjárhald breyst til hins betra með tímanum. Annað sem hefur breyst mikið frá því að Ágúst hóf störf við skógrækt, eru viðhorf almennings og trú á skógrækt. „Það er mikið afrek út af fyrir sig að hafa getað breytt því. Það eru ákaflega fáir núna sem eru krítískir á skógræktina en menn héldu að þetta væri algerlega tilgangslaust. Það var til dæmis einn í nágrenninu sem sagði við mig að þetta yxi upp í um mannhæð og þá færi þetta allt að drepast. Hann hafði það fyrir sér í því að fyrst eftir stríð var plantað töluverðu af skógarfuru. Hún tók mjög vel við sér fyrst til að byrja með og var efnileg en svo þegar hún var komin í um mannhæð steyptist hún út í furulús og drapst. Þetta gripu þeir á lofti. Annar sagði við mig að þetta væri voðalega vitlaust. Þetta tæki svo langan tíma fyrir þessi tré að vaxa að þegar þau væru loksins vaxin væri farið að nota gerviefni í staðinn fyrir þau. Ég spurði hann þá að því úr hverju hann héldi að gervi- efni væru unnin. Hann hafði ekki hugsað út í það,“ segir Ágúst Árnason að lokum. Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON Heiðursáskrifendur Skógræktarritsins Reykjavík Landslag ehf, Skólavörðustíg 11 Samband garðyrkjubænda, Bændahöllinni við Hagatorg Securitas hf, Skeifunni 8 Grindavík Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Borgarnes Skorradalshreppur, Grund Hellissandur Snæfellsbær, Klettsbúð 4 Búðardalur Skógarbýlið Innra-Leiti Patreksfjörður Oddi hf, fiskvinnsla-útgerð, Eyrargötu 1 Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Breiðdalsvík Breiðdalshreppur, Selnesi 25

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.