Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 40

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201438 til sektarkenndar vegna frændsemi við þá er landið byggja. Ljósi punkturinn hefði verið að sjá og upplifa þessa fáu, smáu en vöxtulegu skóga sem gæddu landið lífi á ný og þá virðingu, umhyggju og áhuga fyrir skógunum sem þau höfðu orðið áskynja í ferð sinni. Eftir herlega máltíð, mjöð og svolítinn svartadauða, gerðust gestir söngglaðir enda sönghefti með íslenskum og norskum söngvum með í för ásamt dugandi söngstjórum. Ekki vafðist fyrir gestgjöfum að taka undir íslensku lögin frekar en okkur að syngja þau norsku, meðal annars Skogsangen sem Hans Fredrik Lauvstad samdi texta við ásamt Erling Eide og sönglög Jakobs Sande, sem áður er getið. Miðvikudagur 03.09 Við kvöddum Florø í fallegu veðri og nú var ferðinni heitið til Nordfjord. Eftir tæplega klukkustundar akstur var komið til Innrihúsa (Indrehus) við fjörðinn Midtgulen. Þar hefur verið rekin sögunarmylla síðan á 15. öld. Hún var lengi vatnsdrifin. Sú sem við skoðuðum var hinsvegar alveg ný og enn verið að standsetja. Hún er í eigu Indrehushjóna, sem tóku á móti okkur og sonar þeirra, sem vinnur á olíuborpalli en á löng frí á milli sem hann notar til að smíða og setja saman vélasamstæður. Allt var þetta einstak- lega haganlega gert og óvenju fullkomin verksmiðja fyrir að vera fjölskyldufyrirtæki. Þarna var fullkomin þurrkklefi og nýr viðlegukantur og timburmóttaka. Áfram var ferðinni haldið eftir að hafa þegið kaffi og bakkelsi hjá þeim hjónum frá Innrihúsum. Eftir um klukkustundar akstur tókum við ferju frá Isane til Stårheim og ókum þaðan til Eid, þar sem tók á móti okkur Roald Drage, skógarbóndi og sögunar- myllueigandi. Roald sýndi okkur hvernig hann sagar gilda stokka en sögin hans er sömu gerðar og sú sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur keypt og gert sem nýja. Auk þess var hann með stóra keðjusög á ramma til að kanta sverustu stokkanna. Í Eid hittum við einnig Ingebrigt Nes Hjelle, skyldmenni Torgeir Anderssen-Rysst, fyrrum sendiherra Norðmanna á Íslandi og mikinn velgjörðarmann íslenskrar skóg- ræktar, og rakti hann sögu hans, en Eid er fæðingar- og uppvaxtarstaður Torgeir. Frá Eid var haldið til Skredestranda, Skriðustrandar, við suðurströnd Hornindalsvatns, sem er dýpsta vatn Evrópu (514 m). Þar tóku á móti okkur fulltrúar félags skógareigenda og buðu upp á smurt brauð, drykki og ketilkaffi. Jakob Hammer, varaformaður félagsins og Ingunn Kjelstad, skógfræðingur og framkvæmda- stjóri samtakanna, fræddi okkur um starfsemina. Eftir að hafa notið veitinganna fengu allir hjálm á höfuðið og haldið var upp í bratta hlíðina undir leiðsögn Torgrim Østgård til að sjá hvernig skógarhögg gengur fyrir sig í snarbrattri hlíð þar sem stutt er á harða klöppina. Vegna raflínu var ekki í boði að nota timburlyftu (slepebane, ekki ósvipað skíðalyftu). Því var brugðið á það ráð að nota beltagröfu sem lagaði slóða fyrir skógarhöggsvél og útkeyrsluvél og var til aðstoðar. Timburverð er lágt nú um stundir en rekstrarkostnaður er hár við þessar aðstæður og því ekki mikið sem verður eftir hjá skógareigandanum. Frá skógarhöggi í Skredestranda var stefnan tekin á náttstað, Skei Hotel í Jølster sem er við suðvestur- jaðar Jostedals-jökuls, stærsta jökuls í Noregi. Tekin var ferja yfir Hundvikfjorden frá Lote til Anda og ekin hin stórbrotna leið vestan jökla. Flokkunarlína í nýju sögunarmyllunni í Innrihúsum. Jón Zimsen og Svein Saure sigla yfir Nordfjord undir blaktandi norskum fána.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.