Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 52

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201450 setningar. [svo] heldur stór landssvæði. Og engum þarf að koma til hugar, að öflugasti bankinn í Tromsö væri að ráðast í stórfellda skóggræðslu af einskærri rómantík. Forráðamönnum hans er ljóst, að það fé, sem lagt er til þessara framkvæmda, gefur margfalda rentur og vöxtu. Á þennan hátt gerast þeir forvígismenn þeirra hugsjóna að breyta örfoka og gróðursnauðum lands- svæðum í blómleg menningarhéruð.vi Og enn fremur: Nú hefur verið getið þeirra daga, sem við unnum að skógrækt í Noregi. Sú reynsla, er við fengum á þessum fáu dögum, var mikilsverð, því að vinna við skóggræðslu án hagnýtrar þekkingar er verk út í bláinn. En sú trú og vissa, er við fengum á mátt skógarins á ferð okkar um skerjagarðinn, mun þó reynast þyngri á metunum. Við erum sannfærðir um, að allir þátttakendur munu kapp- kosta að efla þekkingu sína á skógrækt eftir þessa ferð um eyjar Norður-Noregs. Þar sáum við talandi dæmi þess, hvernig breyta má ófrjóu landi í ágætt skóglendi. Og við vonum, að þessar kynnisferðir verði fastur liður í íslenzkri skógræktarfræðslu. Þá mun æska þessa lands segja rányrkjunni stríð á hendur, en Ísland breytast í land ræktunar og alhliða menningar.vii Skipta máli í skógræktarsögunni Skiptiferðirnar mörkuðu djúp og varanleg spor í skóg- ræktarsögu Íslands og efldu tengsl innlendra skóg- ræktarmanna við frændur sína og kollega í Noregi. Norska þjóðargjöfin 1961 sem notuð var til að stofn- setja Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, kom til vegna þeirra.viii Áðurnefndur Torgeir Andersen-Rysst, sendiherra Norðmanna á Íslandi, var einmitt helsti hvatamaður að gjöfinni. Jafnframt styrktust tengsl Norska skógræktarfélagsins og Skógræktarfélags Íslands við þessar ferðir. Helsti ávöxtur þeirra tengsla er frægarðurinn á Taraldseyju sem Norska skógræktar- félagið gaf Skógræktarfélagi Íslands árið 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og 75 ára afmæli skipulagðrar skógræktar á Íslandi. Eftirmáli Ástæða þess að upphaf og aðdragandi fyrstu skipti- ferðanna eru rifjuð upp nú er sú að til stendur að skrá sögu þessara ferða frá upphafi þangað til þær lögðust af um aldamótin. Um er að ræða samstarfs- verkefni Skógræktarfélags Íslands og Norska skóg- ræktarfélagsins. Af því tilefni óskar Skógræktarfélag Íslands eftir heimildum, svo sem bréfum, frásögnum og ljósmyndum sem tengjast skiptiferðunum, hvort heldur um er að ræða ferðir Íslendinga til Noregs eða Norðmanna hingað til lands. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Skógræktarfélags Íslands eða með því að senda póst á netfangið skog@skog.is. Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON Heimildir Á rjettri leið. Morgunblaðið, 16.06.1949. Bls. 8. Elín Pálmadóttir. 1987. Ræktar garðinn sinn - og okkar. Viðtal við Hákon Bjarnason áttræðan. Morgunblaðið, 12.07.1987. Bls. B1-B3. Hákon Bjarnason. 1949. Skóggræðsluför Norðmanna til Íslands vorið 1949. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1949: 10-18. Jón Jóhannesson, Ólafur Bergsteinsson og Svavar Jóhannsson. 1949. Skógræktarför til Norður-Noregs 1949. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1949: 19-49. Sigurður Blöndal og Skúli Björn Sigurðsson. 2000. Íslandsskógar. Mál og mynd, Reykjavík. 267 bls. vi Jón Jóhannesson o.fl., 1949, bls. 37-38. vii Jón Jóhannesson o.fl., 1949, bls. 38-39. vii Elín Pálmadóttir, 1987, bls. B3. Reidar Bathen fylkisskógarmeistari og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.