Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 17

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 17
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 15 1964. Sævar Guðmundsson tók við búi af móður sinni árið 1964 og bjó með Sólveigu Guðmundsdóttur konu sinni til 1994. Arnarholt er ekki í ábúð en núverandi eigendur jarðarinnar hafa skipulagt frístundabyggð á henni. Hjónin Laufey B. Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson hafa lögheimili í Arnarholti. Gróðursetningin Nú eru 105 ár síðan trén voru gróðursett. Þau komu líklegast úr gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykja- vík. Á starfsárum stöðvarinnar, 1901 til 1914, voru gerðar tilraunir með fjölda erlendra trjáplantna, s.s. síberíulerki, evrópulerki og fjallafuru2. Trén hafa verið stungin upp úr beði sem smáplöntur og pakkað í striga með mosa við ræturnar til að halda að þeim raka. Nokkrar plöntur hafa verið hafðar í hverju búnti. Til Arnarholts hafa þær að öllum líkindum komið með skipi frá Reykjavík í Borgarnes. Ekki voru komnar brýr á árnar þannig að annað hvort voru þær fluttar á hestbaki eða á báti upp Hvítá og Norðurá í Arnarholt. Dýfa þurfti plöntubúntunum í læk öðru hvoru svo ekki þornaði á þeim. Þangað komnar þurftu þær sem fyrst að komast í jörð. Til er lýsing á framkvæmd gróðursetningarinnar eftir Einar Helgason, sem birtist í mánaðarritinu Frey í desember 1910: Sigurður sýslumaður Þórðarson víggirti allstóran blett, sumarið 1909, skammt fyrir norðan túnið. Í þennan blett gróðursetti hann talsvert af trjám og bætti þar við í vor sem leið, svo nú eru þar nokkur hundruð trjáplöntur og bletturinn er á við aðra dagsláttu að stærð. Trén eru af ýmsum tegundum, reyniviður, birki, barrfellir og fjalla- fura. Plönturnar eru lífvænlegar, enda skortir þær ekki umhugsun og aðhlynningu.3 Meira er vitað. Í Hlöðutúni, næsta bæ vestan við Arnarholt, bjó Brynjólfur Guðbrandsson. Anna dóttir hans, fædd 1906, var húsfrú á Gilsbakka í Hvítársíðu þar sem höfundur þessarar greinar var í sveit. Hún sagði að faðir hennar hefði gróðursett trén í lundinum. Faðir Önnu var Brynjólfur Guðbrandsson, fæddur 18. september 1875 á Klafastöðum í Skilmannahreppi. Hann var lærður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1901 og bóndi í Hlöðutúni 1908 - 1959. Fyrsta árið í Hlöðutúni var hann jafnframt ráðsmaður í Arnarholti hjá Sigurði Þórðarsyni sýslumanni. Árið 1905 kvæntist Brynjólfur Jónínu Guðrúnu Jónsdóttur frá Fossi í Grímsnesi. Brynjólfur og Jónína 3. mynd. Brynjólfur Guðbrandsson (1875 – 1959), bóndi í Hlöðutúni og Jónína Guðrún Jónsdóttir (1875-1960). Mynd: úr einkasafni Brynjólfs Guðmundssonar eignuðust sjö börn. Þau hjón keyptu Hlöðutúnsjörð- ina af Sigurði Þórðarsyni sýslumanni árið 1915. Auk bústarfa vann Brynjólfur mörg önnur störf. Hann sat í fyrstu fræðslunefnd Stafholtstungnahrepps, var kennari í Stafholtstungum, meðhjálpari og í sóknar- nefnd Stafholtskirkju, var mörg ár í hreppsnefnd og skattanefnd og gegndi auk þess mörgum öðrum trúnaðarstörfum1. Á Hlöðutúnsholtinu var reistur barnaskóli og þinghús fyrir Stafholtstungnahrepp árið 1913 og var þar skólahald til 1953. Á búskaparárum Brynjólfs og Jónínu hvíldi alla tíð á heimilinu mikið álag sem fylgdi skólanum, vegna umsjónar og þrifa hússins. Eins dvöldu alla vetur á Hlöðutúnsheimilinu eins mörg börn og frekast var hægt að koma fyrir. Eins og fram kom hér á undan var Brynjólfur lærður búfræðingur og hefur verið réttur maður í verkið að gróðursetja trjáplönturnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.