Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 33
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 31
nýlenduvörur inn. Hansakaupmenn gerðu bæinn að
einum helsta verslunarstað sínum ásamt Novgorod,
Brügge og London. Þeir þrengdu mjög að verslun
heimamanna og voru nær einráðir í utanríkisversl-
uninni um tíma, nema í siglingum til Íslands, sem
áfram var á vegum heimamanna. Bryggjan var lengi
helsta festi Hansakaupmanna og sú húsaröð sem nú
myndar þessa merku arfleifð má einmitt rekja til tíma
Hansakaupmanna og sameiningu norskrar og
evrópskrar byggingarlistar. Furutimbrið var sótt í
skógana í Harðangursfirði og nágrenni. Bryggjuhúsin
eru húsaröð þriggja hæða plankahúsa (gårder) sem
byggð voru þvert á bryggjuna; neðstu tvær hæðirnar
þjónuðu sem vöruhús og verslanir en efsta hæðin
sem skrifstofu- og íbúðarhúsnæði. Traðir eru milli
húsanna sem ásamt lyftibómum auðveldaði meðferð
varnings. Stórir brunar hafa haft sín áhrif á ásýnd og
endurnýjun húsanna; stór bruni varð 1702 en síðasti
stórbruni var 1955. Í dag er margvísleg starfsemi á
Bryggen; verslanir, veitingahús, gallerí og þjónustu-
starfsemi ýmiskonar og sér eignarhaldsfélag eigenda
húsanna, Stiftelsen Bryggen, um rekstur og útleigu.
Um 2,5 milljónir ferðamanna koma fyrir framan Bryggen
árlega en 1,6 milljón manns ganga inn um traðirnar.
Þetta kallar að sjálfsögðu á aðstöðu, viðhald og
kostnað en ekki er selt inn á svæðið þótt aðstaðan sé
fyrir hendi.
Skoðunarferð um Bryggen lauk með hádegisverði
í boði Skógræktarfélags Hörðalands á þriðju hæð í
einu bakhúsanna þar.
Frá Bergen var ekið norður til hins forna konunga-
seturs Sæheims (no. Seim) sem getið er í Íslendinga-
sögunum og Konungasögum Norðurlanda. Í Lindås
er nyrsti beykiskógur Noregs, sem gróðursett eða
sáð hefur verið til einhvern tímann á tímabilinu 500
-1000 e. Kr. Ekki er vitað með vissu hver stóð fyrir
Bernt leiddi okkur um Bryggen og hér sýnir hann hvernig
viðgerð húsa gengur fyrir sig. Til að mæta ágangi og hækkun
sjávar eru húsin tjökkuð upp um 80 cm. Grunnur húsanna eru
tólf lög af krosslögðum bjálkum. Á myndinni frá vinstri eru;
Magnús Gunnarsson, Bernt - Håvard Öyen og Sævar Hafsteinn
Jóhannsson.