Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 41
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 39
T.v. Magnús Gunnarsson fylgist með Roald Drage fletta utan af grenibol
sem var of sver fyrir hjólsögina. T.h. Ingebrigt Nes Hjelle segir frá Torgeir
Anderssen-Rysst, fyrrum sendiherra Norðmanna á Íslandi og miklum
velgjörðarmanni íslenskrar skógræktar. Sigríður Erla Elefsen, Laufey B.
Hannesdóttir og Björn Sigurbjörnsson fylgjast með.
Fimmtudagur 04.09
Frá Skei var stefnan tekin til Kaupanger og hófst dag-
skráin þar á skoðunarferð um Amlaskogen, þar sem
eigandinn, Gjert Heiberg, skólabróðir Jóns Loftssonar
skógræktarstjóra frá Landbúnaðarháskólanum á Ási,
leiddi okkur um skóginn. Í Innra-Sogni ber skógurinn
meiri svip af meginlandsloftslagi og stór hluti af hinum
1500 hektara Amlaskogen er furuskógur af góðum
gæðum og vöxtur nálægt 17 metrum við 40 ára
aldur. Þarna hafði einnig verið gróðursett eðalþinur
og marþöll, degli og evrópulerki, sem þrifust vel.
Aðaltekjurnar af skóginum þessi árin eru af veiðum
á hjartardýrum og skógarfuglum. Á eigninni er um
900 metra hár fjallstoppur svo þarna eru bæði fjalla-
og lyngrjúpa. Vegna hins lága timburverðs nú er
skógurinn látinn standa og renta sig. Á eigninni eru
nokkur sumarhús til útleigu. Dóttir Gjert, sem einnig
er skógfræðingur, hefur nú tekið yfir eignina en var
upptekin við berjauppskeruna þennan dag. Gjert
sýndi okkur einnig gamlar kolagrafir og rústir af
hlöðnum steinveggjum þar sem tjara var soðin úr furu.
Frá Amlaskogen var haldið til annars höfuðbóls,
Kaupanger Hovedgård, þar sem okkur var boðið til
hádegisverðar í gömlu fjárhúsi á jörðinni, sem hefur
lengi verið í eigu Knagenhjelm ættarinnar. Þar tóku
á móti okkur hjónin Christen og Randi Knagenhjelm
og sonur þeirra Christoffer. Hann er fornleifafræðingur
og nú veitingamaður í þessu huggulega húsi við
hlið stafkirkju sem tilheyrir eigninni. Eftir matinn
sýndi Christen okkur kirkjuna og rakti sögu hennar
en talið er að hún sé byggð um 1137. Klukkur frá 12.
öld hanga nú í kirkjuturninum og var áhrifaríkt að
heyra hljóma frá 12. öld í þessari mögnuðu stafkirkju.
Christen kunni margar skemmtilegar sögur sem
verða ekki raktar hér. Að síðustu var öllum boðið upp
að altarinu og hópurinn myndaði kór sem söng fyrir
gestgjafann.
Einn af forfeðrum Christen, Joachim de Knagen-
hjelm (f. 1727), réðst eftir embættispróf í lögfræði frá
Hafnarháskóla til stiftamtmannsins í Bergenhus-stifti
sem spannaði yfir það sem nú er Hörðaland, Sogn-
og Fjarðafylki og Suður-Mæri, auk þess að hafa eftirlit
með Norður-Noregi. Joachim náði því í gegn að
fylkinu var skipt í norður- og suðurfylki og norður-
hlutinn varð síðan að Sogn- og Fjarðarfylki og Suður-
Mæri. Hann er því talin faðir Sogn- og Fjarðafylkis.
Knagenhjelm var aðalsætt þar til aðalstign var
afnumin í norskum lögum, trúlega árið 1821.
Auður og áhrif ættarinnar er þó rekin til hinna
ríku furuskóga og vinnslu og sölu viðarafurða á
miðöldum. Furan innst í Sognarfirði var eftirsótt til
húsagerðar og nær fullvíst að bjálkar frá Kaupanger
séu til að mynda í gömlum tréhúsum Björgvinjar og
jafnvel á Englandi og víðar um lönd.
Eftir kirkjuferð var gengið um frægarð af rauðgreni