Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 30

Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 30
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201428 Ráð til byrjenda og lokaorð Jólatrjáarækt er ekki fyrir byrjendur, eða svo við orðum þetta skýrar: Góður árangur næst ekki í jólatrjáarækt nema menn hafi víðtækan skilning á landi og trjám. Auk þess þarf að hafa góða kunnáttu í klippingum. Ef farið er í jólatrjáarækt af fullri alvöru með það að markmiði að ná sem hæstu nýtingarhlutfalli, þá er ekki nóg að gróðursetja og koma aftur eftir 15 ár með sögina. Það þarf árlegt eftirlit og klippingar. Spurningar eins og þarf að grisja skerminn meira, er teinungur að lemja trén, þarf að stytta eða toppa eða jafna hliðargreinar, spelka upp toppa, fækka toppum, eða bera á? Líti menn á hverja hríslu sem verkefni sem á að enda sem jólatré þá er margt sem glöggur ræktandi getur gert annað en að standa hjá og bíða. Ræktun á mörgum tegundum jólatrjáa hefur þann kost að ólíklegt er að allra handa pestir leggist á margar tegundir í einu, þannig að árlegt uppskeruöryggi er meira en sé aðeins ein tegund ræktuð. Galli við fjöl- breytta ræktun gæti verið sá að erfiðara sé að koma trjánum í smásölu sé sú söluaðferð valin. Ræktun á jólatrjám hentar vel sem aukabúgrein þar sem álagstíminn er mjög bundinn við nóvember og desember. Íslenskur jólatrjáamarkaður er í stöðugri þróun. Það er ekkert sem bendir til þess að notkun jólatrjáa sé á undanhaldi enda er þetta skemmtilegur siður. Grein þessi var send nokkrum gamalgrónum jóla- trjáaræktendum til yfirlesturs og eru þeim Þór Þorfinnssyni, Böðvari Guðmundssyni, Sigurði Skúla- syni og Bergsveini Þórssyni þakkaðar ábendingar við þessa grein. Þá má ekki gleyma Steinari Björgvinssyni og Rúnari Ísleifssyni og öllum þeim sem gáfu góð ráð. Síberíuþinur og fjallaþinur í jólatrjáasölunni í Kjarna. Orðabók jólatrjáasalans Veggtré: Allar greinarnar á annarri hliðinni. Horntré: Greinar á svona einum fjórða trésins. Pípuhreinsari: Mjótt jólatré. Kústskaft: Svipar til pípuhreinsarans en öllu nettara. Legið á greni: Rólegur tími í jólatrjáasölu. Lifandi jólatré: Deyjandi jólatré. Greni: Allar aðrar greinar en greni. Feitt tré: Mikið um sig. Þétt tré: Getur ýmist verið þétt eða feitt eða hvort tveggja. Gervijólatré: Plast sem þykist vera jólatré. Að falsa: Bæta við greinum í torgtré (hjálpartæki: borvél og lím). Þetta fína: Greinar af sýprus og thuja. Algengar spurningar úr jólatrjáasölunni „Fellir þetta tré greinarnar?“ „Eigiði birki jólatré?“ „Eigiði lerki jólatré?“ „Hvað á að vera langt á milli jólatrjáa?“ („Svona eitt ár“ svaraði Hafsteinn Hafliðason hér um árið). Bergsveinn Þórsson og Beate Stormo búnta danskan nordmannsþin í Kjarna fyrir jólin 2006. Alltaf er markaður fyrir fallegar ilmandi greinar. Einn bjartan nóvemberdag í framtíðinni munum við svo fylla fjölda gáma af jólatrjám og senda þá til Danmerkur svo þeir þurfi ekki að nota sinn feita ljóta nordmannsþin. Eða hvað? Höfundur: HELGI ÞÓRSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.