Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 46
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201444
jafnra skoðana á trjárækt í sameiginlegum görðum.
Silfurreynirinn við Grettisgötu er svo dæmi um
breyttar þarfir vegna uppbyggingar og breytinga
á deiliskipulagi hverfa. Þá eru trén látin víkja fyrir
nýbyggingum, vegagerð o.s.frv.
Hér vantar fjórða dæmið sem er þó að öllum líkindum
algengast þegar kemur að trjáfellingum í þéttbýli en
það eru tré sem húseigendur fella í eigin görðum, og
uppfylla skilyrðin að vera orðin 60 ára og/eða hærri
en 8 metrar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.
Ástæðurnar geta verið margvíslegar; þær geta lotið
að nýjum eigendum á garði með stórum trjám sem
þekkja ekki sögu trjánna og er alls ókunnugt um
mismunandi trjátegundir. Tré stækka með aldrinum
og geta orðið býsna umfangsmikil en tískusveiflur
síðustu ára valda því að fólk er ekki eins hrifið af
stórum trjám. Fólki er einnig oft ókunnugt um reglur-
nar sem gilda um fellingar á trjám, t.d. í Reykjavík.
En einnig hafa borist fregnir af einstaklingum sem
vísvitandi fella tré án leyfis og þá í skjóli þeirrar vissu
að óhætt væri að fella hin merku tré vegna þess að
enginn refsirammi væri til staðar vegna slíkra brota.
Eins hefur borið nokkuð á því að garðyrkjufyrirtæki
hafa farið mjög óvarlega í umhirðu á trjám t.d. með
kollun trjáa eða fellingu þeirra. Stundum er um að
ræða garðyrkjufyrirtæki þar sem starfar fólk sem
hefur litla menntun á þessu sviði.
Þegar tré eru kolluð er tréð sagað að ofan og stytt;
almennt séð eru þetta hinar verstu limlestingar á
trjánum og ættu í raun ekki að þekkjast og má með
réttu segja að þessi aðferð við að saga tré niður í
ákveðnar stærðir sé þeim garðyrkjumönnum og
garðyrkjufyrirtækjum til skammar enda aðferðinni
beitt á fjölmörg tré sem alls ekki þola þessa meðferð.
Trén eru limlest á hörmulegan máta og veslast svo
smám saman upp. Sérstaklega ætti aldrei að beita
kollun á gömul tré sem fengið hafa að vaxa upp án
klippinga/snyrtingar. Hugsanlega ætti að láta slíkt
falla undir sömu reglugerðir og snúa að trjáfellingu
þar sem niðurstaðan er oft hægur dauðdagi trjánna
sem um ræðir.
En hvað er til ráða?
Það eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara varðandi
trjávernd í þéttbýli, svo sem skráning, rétt val trjáteg-
unda, innleiðing refsinga vegna brota, verndun og
aukin fræðsla. Hið fyrsta er að mikilvægt er að ganga
frá skráningu á fágætum trjám, trjám sem njóta
sérstöðu vegna fegurðar, mikilvægis í umhverfinu
og sérstakrar sögu, svo að þessi tré verði friðlýst með
sérstökum reglum sem ná lengra en hin almenna
regla um aldur og hæð trjáa. Nú falla þrjú tré undir
hverfisvernd í Reykjavík en þetta eru hlynur á horni
Vonarstrætis og Suðurgötu, silfurreynir í Fógetagarði-
Gullregn á Bárugötu 3. Mynd: BÞVíðir í Landfógetagarði. Mynd: BÞ