Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 22

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201420 „Búinn að vera í þessum bransa í 25 ár“ sagði leigubílstjórinn Það var fyrir jólin 1988 að undirritaður hóf sinn jóla- trjáasöluferil hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem var gjarnan með þrjú útibú á Akureyrarsvæðinu. Á síðustu árum hefur greinarhöfundur haft sinn eigin jólatrjáamarkað í miðbæ Akureyrar. Salan er í stíl við umfang ræktunarinnar eða um 30 heimaræktuð tré á ári. Ræktunin gengur vel og draumar um stækkun eru farnir að gera vart við sig. Ef til vill finnst sumum til lítils að berjast við jólatrjáa- heimsveldið Danmörku með sinn nordmannsþin í fremstu víglínu. En þegar betur er að gáð má sjá að tækifærin eru til staðar. Við höfum kaldara loftslag og þéttari vöxt, við höfum tré með mun nettara vaxtarlagi sem samsvara sér betur en danski nord- mannsþinurinn. Við höfum blágreni, fjallaþin og rauðgrenið sem var fyrsta jólatré í heimi, í Þýskalandi hér forðum. Við höfum ótal tegundir sem gefur viðskiptavininum mikla valmöguleika og þar með skemmtilegri verslun og meiri menningu. Jólatrjáarækt hefur verið stunduð á Íslandi í yfir 50 ár. Hver er reynslan? Hvað hefur gengið vel og hvað illa og hvað ber framtíðin í skauti sér? Rauðgreni (Picea abies) Rauðgreni var fyrst tekið sem jólatré á Hallormsstað árið 1955 og síðar um land allt, aðallega á vegum Skógræktar ríkisins. Því var mikið plantað á árunum 1958-1977 og iðulega ræktað undir birkiskermi. Það er fallegt, fíngert og ilmar vel, en missir barrið þegar það þornar. Hér á árum áður, þegar jólatré voru höggvin í október og nóvember, þá gat þetta verið bagalegt, ekki síst ef hitakaflar komu eftir að trén voru felld þannig að þau voru farin að þorna strax við sölu. Nýhöggvin jólatré sem vel eru vökvuð standa mun betur. Svo má líka segja að það sé bara allt í lagi að tréð sé farið að láta á sjá á þrettándanum. Mörgum finnst rauðgrenið hið eina sanna jólatré, bæði á Íslandi, í Skandinavíu og víðar. Enn er eftirspurn eftir rauðgreni sem jólatrjám, en það hentar ekki þar sem menn ætla að láta tréð standa inni lengur en þrettán daga. Rauðgrenið þrífst vel undir birkiskermi, en eins má bjóða því lerkiskerm. En það verður að gæta þess að hafa skerminn ekki of þéttan, því þó rauðgrenið sé skuggþolið þá má það ekki verða of teygt og veiklulegt. Einnig kemur til greina að planta rauð- greni í úthaga með lerki sem fósturtré. Rauðgrenið Balsamþinur í Vaglaskógi. Reynslan af jólatrjáarækt á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.