Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 13

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 13
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 11 framleiðslu borðviðar úr lerki frá Hallormsstað og gladdist með okkur hinum þegar ljóst var að stærð grenis úr íslenskum skógum dugði til að reisa fiski- hjalla. Á síðustu árum upplifði hann hina miklu aukn- ingu á grisjun sem möguleg var vegna markaða fyrir kurl og vorið 2014, eftir að hann var orðinn að mestu rúmliggjandi, fór Björn tengdasonur hans með hann inn í Fljótsdal til að sjá nýja skógarhöggsvél við grisjun. „Þetta getur Ísland“ með aðstoð framfarasinnaðra, fróðra og staðfastra manna á borð við Sigurð Blöndal. Megum við öll taka hann okkur til fyrirmyndar. Þröstur Eysteinsson Andlát Sigurðar Blöndal, fyrrum skógræktarstjóra, kom ekki á óvart eftir þau erfiðu veikindi sem vitað var að hann hafði átt við að etja á þessu ári. Hann féll frá þegar haustið var að ganga í garð á Austurlandi og haustlaufin tekin að falla í Hallormsstaðaskógi, eftir að hafa lokið hlutverki sínu í þessu stórkostlega umhverfi sem Sigurður ólst upp í og hafði átt svo ríkan þátt í að móta. Skógarmaðurinn sjálfur var þrotinn að kröftum og hafði orðið að draga sig í hlé vegna veikinda. Hann var orðinn nær níræður að aldri og þurfti engan að undra að eitthvað brygðist að lokum sem ekki yrði um bundið. Og svo fór. En líkt og nýtt lauf mun vaxa til lífs og hefja skyldustörf sín að vori, eins mun árangurinn af hinu mikla ævistarfi Sigurðar halda áfram að verða landi hans og komandi kynslóðum til ómetanlegs gagns, þótt hann sjálfur sé horfinn sjónum. Ég sem þessi orð rita varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sigurði fyrst árið 1951 á Landbúnaðar- háskólanum á Ási í Noregi, þar sem hann var að ljúka skógræktarnámi en ég að hefja nám í landbúnaðar- fræðum. Við vorum einu Íslendingarnir við skólann á þeim tíma. Samneyti okkar tveggja varð því mikið og það var ómetanlegt fyrir mig að fá að njóta þar vits, reynslu og yfirvegaðs lundarfars Sigurðar. Á Ási tengdumst við vináttu- og samstarfsböndum sem entust til æviloka og aldrei bar skugga á. Í marga áratugi eftir að við komum heim frá námi unnum við náið saman, hann á Skógrækt ríkisins og sem skógarvörður á Hallormsstað en ég á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, að baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu sem við, og aðrir sem létu sér málið varða, nefndum STÆRSTA UMHVERFISMÁL ÞJÓÐARINNAR. Þótt mikið hafi áunnist á þessu sviði vegna breyttrar og betri landnýtingar, vegna aðgerða þeirra mörgu stofnana og aðila sem að málinu hafa komið og vegna hlýnandi loftslags, blasir gróðureyð- ingin og nekt landsins við og er enn stærsta vanda- málið, þótt minna sé um það fjallað en áður. Önnur umhverfismál gera nú meira tilkall til umræðunnar. Sigurður réðst til Skógræktar ríkisins strax að námi loknu og þar varð til sterkur og vel menntaður kjarni skógfræðinga undir forystu hamhleypunnar Hákonar Bjarnasonar, þáverandi skógræktarstjóra. Þessi hópur hafði mikil áhrif á mótun og stöðu skógræktar hér á landi og viðhorf þjóðarinnar til hennar. Fyrir um hálfri til heilli öld litu Íslendingar ekki skógrækt sömu bjartsýnisaugum og nú. Það þurfti nánast trúboð, þrotlaust starf starfsmanna og góðan árangur í skógræktarstarfinu til að breyta því hugarfari. En það hefur tekist, og ekki skal gleyma þeim þætti sem öflugt og vel skipulagt starf skógræktarfélaganna í landinu hefur átt í því að skógræktarhugsjónin hefur náð til almennings. Árið 1977 var Sigurður Blöndal skipaður skógræktar- stjóri og þá var honum lögð mikil ábyrgð á herðar. Hann tókst alla tíð á við þetta viðamikla verkefni í samræmi við sína yfirveguðu skapgerð. Hann hafði öðlast mikla þekkingu og reynslu í starfi sínu hjá Skógrækt ríkisins og síðar sem skógarvörður á Hallormsstað. Hann bjó yfir afar víðtækri þekkingu á náttúrufari og gróðurskilyrðum, ekki síst skógræktar- skilyrðum landsins, og hann var manna fróðastur um erlendar trjátegundir og kvæmi til notkunar hér á landi. Sigurður starfaði sem skógræktarstjóri í þrettán ár og rækti það starf með miklum ágætum. Það átti raunar við um öll þau fjölbreytilegu störf og verkefni sem honum voru falin. Það er með mikilli eftirsjá sem Sigurður Blöndal, þessi mikli heiðursmaður og trygglyndi vinur, ræktunar- og umbótamaður Íslands, er kvaddur. Minningin um hann og störf hans mun lengi lifa. Ingvi Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.