Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 75
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 73
Fræsöfnun enginn hægðarleikur
Fulltrúi Manning Seed Company hét áhugasömum
fræsöfnurum í Skagway 50 sentum á pundið af fræi
sem margir töldu verða auðfengið fé. Sú var ekki
raunin vegna þess að, líkt og Einar G. E. Sæmundsen
uppgötvaði 13 árum fyrr, það er ekki alltaf hlaupið
að því að safna fræjum stafafurunnar. Ekki er heldur
auðvelt fyrir leikmanninn að átta sig á því hvort
furuköngull sem verður á vegi hans sé með nothæft
fræ. Fjöldi kappsfullra fræsafnara snéru því hróðugir
úr skóginum til þess eins að uppgötva að sekkir
þeirra voru fullir af ónýtum könglum.
Ein af þeim sem brugðust við kalli íslenskra
skógræktarmanna haustið 1963 var kona að nafni
Barbara D. Kalen en hún hafði hrifist af áhuga Íslend-
inga á skógrækt í fyrri fræsöfnunarferðum þeirra
til Skagway. Meðal annars bauð fjölskylda hennar
Ágústi Árnasyni í mat til sín þegar hann dvaldi í
bænum haustið 1958 og sagði hann henni frá
skógræktaráformum Íslendinga.
Barbara og íkornarnir
Kalen fór aðrar leiðir en hinir fræsafnararnir. Í stað
þess að tína tóma köngla upp af jörðinni tók hún
íkorna skógarins í þjónustu sína og lét þá um mesta
stritið.
iv Einar G. E. Sæmundsen, 1952, bls. 88-89.
v Sigurður Blöndal og Skúli Björn Sigurðsson, 2000, bls. 229-230.
vi Barbara D. Kalen, 1964, óbirt grein.
vii Barbara D. Kalen, 1964, óbirt grein.
Stafafurukönglar falla ekki þegar þeir hafa náð þroska
og þar sem fururnar eru yfirleitt ekki felldar í Skagway,
er ekki hægt að fá köngla af felldum trjám. Könglarnir
þroskast hvort eð er ekki allir strax. Þegar þeir eru orðnir
þroskaðir tína rauðíkornarnir þá og safna saman
miklum fjölda köngla, oft miklu fleiri en þeir hafa not
fyrir. Galdurinn á bak við könglasöfnun felst þess vegna
í því að finna felustað íkornanna og stela þeim frá
þeim!vi
Með þessum orðum lýsti Barbara D. Kalen köngla-
söfnun sinni í grein sem hún skrifaði fyrir tímaritið
Natural History Magazine árið 1964 en birtist aldrei.
Að sögn hennar var það nokkuð krefjandi verkefni að
þefa uppi felustaðina þar sem þeir voru jafnólíkir og
þau voru margir. Sumir voru í klettaskriðum og var
oftar en ekki ógjörningur að ná til þeirra, aðrir voru
grafnir á víðavangi eða við tré.
Fólk spurði Barböru gjarnan að því hvort hún
skammaðist sín ekki fyrir að ræna vesalings litlu íkorn-
ana en hún hafði litlar áhyggjur af því. Skógarverðir
fullvissuðu hana enn fremur um að ekki væru miklar
líkur á því að nokkur íkorni myndi farast úr hungri
vegna stuldarins. Þeir yrðu sér úti um mat eftir öðrum
leiðum og söfnuðu yfirleitt fleiri könglum en þeir
hefðu not fyrir.
Ekki álitin verðmæt tré
Í Skagway furðuðu margir sig á því að Íslendingar
vildu komast yfir fræ af stafafuru. „Stafafururnar eru
yfirleitt ekki álitnar mjög verðmætt tré í Alaska. Víðast
hvar í Suðaustur-Alaska, er þetta runnakennd tegund
sem vex aðeins í mýrum og klettóttum ströndum
og trén eru nær öll lágvaxin og vanþroska,“ skrifar
hún í áðurnefndri grein. Í grennd við bæina Haines
og Skagway, plumi þær sig þó betur í samkeppni við
greni og þallir enda loftslagið þurrara.
Viðurinn er sterkur og þungur. Hann hefur þó ekki verið
nýttur til timburframleiðslu. Það er ekki það margar
þyrpingar af stórvaxinni furu að finna en nóg af stórum
grenitrjám sem að auki er auðveldara að komast að.
Heimamenn höggva fururnar næst vegunum í eldivið,
lestarvagnastaura og girðingastaura en það er varla
hægt að tala um að það séu nokkur verðmæti fólgin í
þeim.vii
Árið 1991 kom Barbara D. Kalen til Íslands og dvaldi hjá Ólafi V. Sigurðs-
syni og Sigurást Gísladóttur, eiginkonu hans. Í þeirri ferð heimsótti hún
íslenska skógræktarmenn og sá með eigin augum þann árangur sem
fræsöfnun hennar hafði skilað. Mynd: Úr safni Ólafs V. Sigurðssonar