Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 67

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 67
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 65 á Núpi, tók Vilborg Guðmundsdóttir, ljósmóðir og húsfreyja á staðnum, við umhirðu garðsins árið 1977 og sinnti því starfi af mikilli trúmennsku til ársins 1983.3 Að sögn dóttur Vilborgar, Margrétar Rakelar Hauksdóttur, voru unglingar á Núpi oftar en ekki fengnir til vinnu í Skrúði við ýmis umhirðustörf. Vann Margrét m.a. hluta úr þremur sumrum í Skrúði, bæði í umsjónartíð Ingunnar og í tíð móður sinnar.11 Eftir 1983 er umhirða garðsins lítil sem engin. Það er hins vegar ljóst að margir báru miklar taugar til garðsins og eftirfarandi dæmi sanna að ekki var öllum sama hvert horfði með þróun Skrúðs. Á Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var í Reyni- hlíð árið 1986, var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn 5.-7. september 1986 að Hótel Reynihlíð við Mývatn, felur stjórn Skógræktarfélags Íslands að vinna að því við sýslunefnd Ísafjarðarsýslu og skólayfirvöld að tryggt verði fjármagn og starfskraftar til að endurnýja og viðhalda þeim gróðri, sem skólastjórahjónin Hjaltlína og Sigtryggur á Núpi komu upp í garðinum“.2 Þessi ályktun mun hafa verið mikið rædd á fundinum en hún mun hafa komið þannig til að á fundinum gistu saman á herbergi Magdalena Sigurðardóttir frá Skóg- ræktarfélagi Ísafjarðar og Sigrún Guðmundsdóttir frá Skógræktarfélagi V- Ísfirðinga. Komu þær sér saman um að leggja þessa tillögu fram. Í nefndarstarfi hallaði verulega á að tillagan fengi framgang. Ekki var ljóst hvort hún fengi brautargengi en það sem talið er að hafi skipt sköpum var að Grétar Unnsteinsson, skóla- meistari Garðyrkjuskólans, kvaddi sér hljóðs og talaði fyrir tillögunni við lokaafgreiðslu hennar.10 Í blaðagrein sem Vilborg Guðmundsdóttir ritaði í Morgunblaðið 1988 og birtist síðar í Garðyrkjuritinu vakti hún athygli á bágri stöðu garðsins21 og segir þar orðrétt: „En hvað ætli framtíðin feli í skauti sér fyrir þennan unaðsreit sem Skrúður var. Það þarf meira en vorylinn einan til að leysa hann úr þeirri órækt sem hann er kominn í, þar sem mannshöndin hefur ekki lagt honum lið undanfarin ár.“ Vilborg fer síðan hvatn- ingarorðum um möguleika þess að færa garðinn aftur til vegs og virðingar. Margt helst í hendur þegar haft er í huga það hnign- unarskeið sem fór í hönd á þessum árum. Í viðtölum við fyrrum skólastjóra á Núpi á þessum árum, þá Kára Jónsson og Sigurð Blöndal, kom fram að í raun hefðu ekki verið neinir fjármunir til aflögu vegna Skrúðs.8 Þá óx mönnum einnig verkið í augum þar sem sárlega skorti faglegt bakland.17 Skólahald lagðist af á þessum árum við Núpsskóla og fátt til ráða. Einnig ber að hafa í huga að trjágróður sem myndar skjól og uppistöðu garðsins (reynitrén sem tileinkuð voru Tilvitnun í Kórintubréf. Minnisvarði um heiðurshjónin Hjaltlínu og Sigtrygg vígður 4. ágúst 1963.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.