Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 35
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 33
Espen Selvik, forstöðumaður Gulaþings, var líflegur og fróður leiðsögumaður okkar og lét sig ekki muna um að leika Egil Skallagrímsson og fórst
það vel úr hendi. Espen er tónskáld og tónlistarstjóri og hefur samið fimm sinfóníur og tvær sónötur. Hann er einnig tónlistargagnrýnandi Bergens
Tidende og heiðurskonsúll Litháen. Sævar Hafsteinn Jóhannsson og Árni Þórólfsson (t.v.) virða fyrir sér myndarlega evrópuþini (Abies alba).
lög hafði sett Hálfdan svarti [Goðröðsson f. um 820, d.
860, konungur Upplendinga frá 839 og faðir Haraldar
Hárfagra] sem fyrr er ritað.
.....
Hálfdan konungur var viskumaður mikill og sanninda
og jafnaðar og setti lög og gætti sjálfur og þrýsti öllum
til að gæta og að eigi mætti ofsi steypa lögunum. Gerði
hann sjálfur saktal og skipaði hann bótum hverjum
eftir sínum burð og metnaði. Ragnhildur drottning ól
son og var sá sveinn vatni ausinn og kallaður Haraldur.
Hann var brátt mikill og hinn fríðasti. Óx hann þar upp
og gerðist þegar íþróttamaður snemma og vel viti bor-
inn. Móðir hans unni honum mikið en faðir hans minna.
Ekið var til Leirvåg þar sem tekin var ferja yfir til
Sløvåg og ekið þaðan til Gulafjarðar. Í Eivindvik
hittum við fyrir leiðsögumann okkar og aðalgest-
gjafa, Hans Fredrik Lauvstad og Anne Lise Lauvstad,
eiginkonu hans. Eftir innritun á hótel var haldið í
skoðunarferð á þingstaðina tvo, Gulaþing hið eldra
og nýrra. Hið síðarnefnda var í tilefni árþúsundamóta
útnefnt sem þúsaldarstaður og árið 2005 komið upp
digru minnislistaverki þar og aðstöðu til mann-
fagnaða. Ekki dugði norskt granít, sem nóg er þó af,
heldur voru steinblokkirnar sóttar til Kína.
Eftir þessa fróðlegu skoðunarferð um þingstaðina
var haldið heim á Eivindvik Hotel þar sem beið okkar
vegleg veisla.
Mánudagur 01.09
Dalsfjarðardagurinn rann upp bjartur og fagur og
framundan ferð um Fjalir, heimasveit Ingólfs Arnar-
sonar og Leifs [Hjörleifs], frænda og fóstbróður Ingólfs.
Ekið var frá Eivindvik og tekin ferja frá Rutledal til
Rysjedalsvika og þaðan ekið til Hrífudals (Rivedal).
Þaðan er talið að þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur
hafi ýtt úr vör ásamt fylgdarliði og haldið til Íslands
eftir að vinátta þeirra við syni Atla jarls hinn mjógva
af Gaulum endaði illa vegna ástar þeirra Leifs og
Hólmsteins til Helgu, systur Ingólfs.
En um veturinn gerðu þeir fóstbræður veislu sonum jarls-
ins. Að þeirri veislu strengdi Hólmsteinn heit, að hann
skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella.
Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, en Leifur
roðnaði á að sjá, og varð fátt um með þeim Hólmsteini,
er þeir skildu þar að boðinu.
Fór svo að Ingólfur og Leifur felldu Hólmstein og
síðar Herstein Atlason. Þeir náðu þó sáttum við Atla
jarl og eftirlifandi son hans, Hástein, með því að