Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 17

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 17
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 15 1964. Sævar Guðmundsson tók við búi af móður sinni árið 1964 og bjó með Sólveigu Guðmundsdóttur konu sinni til 1994. Arnarholt er ekki í ábúð en núverandi eigendur jarðarinnar hafa skipulagt frístundabyggð á henni. Hjónin Laufey B. Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson hafa lögheimili í Arnarholti. Gróðursetningin Nú eru 105 ár síðan trén voru gróðursett. Þau komu líklegast úr gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykja- vík. Á starfsárum stöðvarinnar, 1901 til 1914, voru gerðar tilraunir með fjölda erlendra trjáplantna, s.s. síberíulerki, evrópulerki og fjallafuru2. Trén hafa verið stungin upp úr beði sem smáplöntur og pakkað í striga með mosa við ræturnar til að halda að þeim raka. Nokkrar plöntur hafa verið hafðar í hverju búnti. Til Arnarholts hafa þær að öllum líkindum komið með skipi frá Reykjavík í Borgarnes. Ekki voru komnar brýr á árnar þannig að annað hvort voru þær fluttar á hestbaki eða á báti upp Hvítá og Norðurá í Arnarholt. Dýfa þurfti plöntubúntunum í læk öðru hvoru svo ekki þornaði á þeim. Þangað komnar þurftu þær sem fyrst að komast í jörð. Til er lýsing á framkvæmd gróðursetningarinnar eftir Einar Helgason, sem birtist í mánaðarritinu Frey í desember 1910: Sigurður sýslumaður Þórðarson víggirti allstóran blett, sumarið 1909, skammt fyrir norðan túnið. Í þennan blett gróðursetti hann talsvert af trjám og bætti þar við í vor sem leið, svo nú eru þar nokkur hundruð trjáplöntur og bletturinn er á við aðra dagsláttu að stærð. Trén eru af ýmsum tegundum, reyniviður, birki, barrfellir og fjalla- fura. Plönturnar eru lífvænlegar, enda skortir þær ekki umhugsun og aðhlynningu.3 Meira er vitað. Í Hlöðutúni, næsta bæ vestan við Arnarholt, bjó Brynjólfur Guðbrandsson. Anna dóttir hans, fædd 1906, var húsfrú á Gilsbakka í Hvítársíðu þar sem höfundur þessarar greinar var í sveit. Hún sagði að faðir hennar hefði gróðursett trén í lundinum. Faðir Önnu var Brynjólfur Guðbrandsson, fæddur 18. september 1875 á Klafastöðum í Skilmannahreppi. Hann var lærður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1901 og bóndi í Hlöðutúni 1908 - 1959. Fyrsta árið í Hlöðutúni var hann jafnframt ráðsmaður í Arnarholti hjá Sigurði Þórðarsyni sýslumanni. Árið 1905 kvæntist Brynjólfur Jónínu Guðrúnu Jónsdóttur frá Fossi í Grímsnesi. Brynjólfur og Jónína 3. mynd. Brynjólfur Guðbrandsson (1875 – 1959), bóndi í Hlöðutúni og Jónína Guðrún Jónsdóttir (1875-1960). Mynd: úr einkasafni Brynjólfs Guðmundssonar eignuðust sjö börn. Þau hjón keyptu Hlöðutúnsjörð- ina af Sigurði Þórðarsyni sýslumanni árið 1915. Auk bústarfa vann Brynjólfur mörg önnur störf. Hann sat í fyrstu fræðslunefnd Stafholtstungnahrepps, var kennari í Stafholtstungum, meðhjálpari og í sóknar- nefnd Stafholtskirkju, var mörg ár í hreppsnefnd og skattanefnd og gegndi auk þess mörgum öðrum trúnaðarstörfum1. Á Hlöðutúnsholtinu var reistur barnaskóli og þinghús fyrir Stafholtstungnahrepp árið 1913 og var þar skólahald til 1953. Á búskaparárum Brynjólfs og Jónínu hvíldi alla tíð á heimilinu mikið álag sem fylgdi skólanum, vegna umsjónar og þrifa hússins. Eins dvöldu alla vetur á Hlöðutúnsheimilinu eins mörg börn og frekast var hægt að koma fyrir. Eins og fram kom hér á undan var Brynjólfur lærður búfræðingur og hefur verið réttur maður í verkið að gróðursetja trjáplönturnar.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.