Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 49

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 49
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 47 velja kvæmi sem voru sem næst skógarjaðri og frá sem norðlægustum slóðum en það var greinilegt að þau komu verr út þar sem þau þurfa minni hita til að byrja að vaxa. Eftir þetta var Haukur Ragnarsson sendur til Alaska til að taka prufur frá fleiri stöðum og þá líka sunnar.“ Eitt finnst honum að menn hefðu mátt leggja meira upp úr í kjölfar hretsins. „Það er að rækta fræ og nota sem fræmæður þessi tré sem lifðu þetta af. Maður á að leita í það sem hefur staðið sig.“ Fjárvarsla tímafrek og kostnaðarsöm Ágúst og félagar hans hjá Skógrækt ríkisins þurftu þó að eiga við fleira en óútreiknanlegt veðurfar í árdaga skógræktar í Skorradal. „Það sem manni finnst krítískast þegar maður er búinn að starfa svona lengi er hve lítið maður gat unnið að beinni skógrækt í hlutfalli við fjárvörsluna sem var geysilega tímafrek og kostnaðarsöm. Það voru svo hryllilega vitlaus og ósanngjörn lög og reglugerðir um fjárhald. Það var til dæmis kveðið á um það að þar sem skógræktar- girðingu fennti í kaf að vetri til og sauðfé kæmist yfir, þá gat fjáreigandi heimtað laun fyrir að ná í kindurnar sínar, jafnvel þó að þær væru búnar að skemma og eyðileggja það sem var fyrir innan,“ segir Ágúst. Sauðkindin kostar skógræktarmenn í Skorradal minna fé og fyrirhöfn nú til dags en áður. Kemur þar bæði til að sauðfé hefur fækkað og lög og reglur um fjárhald breyst til hins betra með tímanum. Annað sem hefur breyst mikið frá því að Ágúst hóf störf við skógrækt, eru viðhorf almennings og trú á skógrækt. „Það er mikið afrek út af fyrir sig að hafa getað breytt því. Það eru ákaflega fáir núna sem eru krítískir á skógræktina en menn héldu að þetta væri algerlega tilgangslaust. Það var til dæmis einn í nágrenninu sem sagði við mig að þetta yxi upp í um mannhæð og þá færi þetta allt að drepast. Hann hafði það fyrir sér í því að fyrst eftir stríð var plantað töluverðu af skógarfuru. Hún tók mjög vel við sér fyrst til að byrja með og var efnileg en svo þegar hún var komin í um mannhæð steyptist hún út í furulús og drapst. Þetta gripu þeir á lofti. Annar sagði við mig að þetta væri voðalega vitlaust. Þetta tæki svo langan tíma fyrir þessi tré að vaxa að þegar þau væru loksins vaxin væri farið að nota gerviefni í staðinn fyrir þau. Ég spurði hann þá að því úr hverju hann héldi að gervi- efni væru unnin. Hann hafði ekki hugsað út í það,“ segir Ágúst Árnason að lokum. Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON Heiðursáskrifendur Skógræktarritsins Reykjavík Landslag ehf, Skólavörðustíg 11 Samband garðyrkjubænda, Bændahöllinni við Hagatorg Securitas hf, Skeifunni 8 Grindavík Þorbjörn hf, Hafnargötu 12 Borgarnes Skorradalshreppur, Grund Hellissandur Snæfellsbær, Klettsbúð 4 Búðardalur Skógarbýlið Innra-Leiti Patreksfjörður Oddi hf, fiskvinnsla-útgerð, Eyrargötu 1 Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Breiðdalsvík Breiðdalshreppur, Selnesi 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.