Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 86

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201484 gestgjöfunum, Skógræktarfélögum Akraness og Skilmannahrepps, að gjöf plöntubakka með rauð- blaða birki, sem hann vinnur nú að því að rækta saman við íslenskt birki. Dagskrá lauk svo með balli fram á nótt. Sunnudagur 17. ágúst Hefðbundin aðalfundardagskrá hélt áfram á sunnudag með afgreiðslu reikninga sem voru samþykktir sam- hljóða. Tólf tillögur að ályktunum voru bornar upp á fundinum, eftir umræður og meðferð í nefndum. Fjórum ályktunum var vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu. Samþykktar ályktanir á fundinum voru: 1. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, fagnar nýlegri samþykkt tveggja þingsályktana á hinu háa Alþingi, annars vegar „um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu“ (211. mál) og hins vegar „um stefnu- mótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014–2017“ (256. mál). Fundurinn væntir þess að samþykkt þeirra leiði til hagnýtra rannsókna, þróunarstarfs og til eflingar skógræktarstarfs á landsvísu og þess sjái stað í fjár- lögum næsta árs. 2. ályktun Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Akra- nesi 15.-17. ágúst 2014, fagnar því góða og árangurs- ríka rannsóknastarfi sem unnið var að á árunum 2002-2006 í samstarfi Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Land- búnaðarháskóla Íslands, undir verkefninu „Skógvist“. Meginmarkmið verkefnisins var að kanna breytingar sem verða á lífríki, kolefnishringrás og jarðvegsþáttum mólendis við skógrækt og þegar birkiskógur vex upp. Þær niðurstöður sem hafa fengist með verkefninu hafa verið nýttar af skógræktaraðilum til að skipu- leggja skógræktarstarf þannig að neikvæð áhrif verði sem minnst og ávinningur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Mikilvægt er að fjármögnun fáist til áframhaldandi rannsókna og vöktunar á langtíma- áhrifum nýskógræktar á vistkerfi, en því miður hefur niðurskurður á skógræktarrannsóknum og rannsóknasjóðum síðustu árin gert það að verkum Bjarni O.V. Þóroddsson, formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, leiðir göngu um Álfholtsskóg. Mynd: RF

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.