Kjarnar - 01.09.1950, Síða 5
féllu þau strax í sama takt, eins og gerist með fólk, sem
dansar vel og er vant saman. Það var ekki fullt á gólf-
inu. Þau dönsuðu tvo hringi áður en Williams sagði
nokkuð.
— Það var ágætt, að við fórum hingað, þetta er bezti
staður, sagði hann.
— Við þurfum ekki að tala neitt, sagði Betty.
— Það var ágætt að fara hingað. Það er svo nærri
heimilinu, en við förum sjaldan hingað.
— Vertu svo góður, að tala ekkert. Við þurfum ekki
að tala, sagði hún.
— Nú, jæja. En það var ágætt að fara hingað, músík-
in er góð. Mér hefur alltaf fundist þessi hljómsveit góð.
— Ó, vertu ekki að þessu.
— Hvað er þetta! Þú ert tuttugu og tveggja ára og
ættir að hafa dálítið vit. Þú ættir að vera dálítið hyggin,
þó ég væri það ekki. Svo fór hann að tauta danslagið.
— Góði, syngdu ekki, talaðu heldur. Ég þoli ekki að
heyra þig syngja, sagði hún.
— Þú ert ekki hrifin af því að ég syng, frú Allister. En
ég skil hvað þú átt við. Ég fæ fjöldann allan af kvört-
unum.
— Góði bezti, láttu ekki svona.
— Svona, Betty! Ef þú ert ekki almennileg, þá hætt-
um við að dansa. Ég meina það.
— Jæja þá, sagði hún.
— Nú ertu skárri. Spjallaðu nú við mig.
— Þau líta ekki til okkar. Þau eru upptekin.
— Hvenær fer hann aftur? Sagði hann það?
Kjarnar — Nr. 13
3