Kjarnar - 01.09.1950, Page 10
— Nei, það væri ég sannarlega ekki og það vissi hann
áður en hann kom heim. Ég bað hann ekki um að koma.
En úr því hann kemur, þarf hann ekki alltaf að vera með
mér.
— Ég skil ekki botn í þér.
— Svona, hættu þessu slúðri. Þú vilt sjálfsagt heldur,
að mér litist ekkert á þig, en láttu þá eins og þú vitir
það ekki.
— Þrjá mánuði var hann burtu og þráði að fá að
vera hjá þér. Ég skil ekki, hvernig þú gazt fengið af þér.
— Jæja, svo þú skilur það ekki?
— Ég á við, að ef þér er svona innanbrjósts, þá hlýtur
þú að hafa fundið til þess fyrir löngu, svo þú gætir lát-
izt ofurlítið. Þú hlýtur að hafa gert það fyrr.
— Jæja, þú heldur það. Hugsaðu svolítið um það liðna.
Við tvö byrjuðum ekki fyrr en fyrir réttum fimm vik-
um. Áður gerði það ekki svo mikið til. En þú ættir að
láta líta svo út, að þú viljir mig gjarnan---
— Nú, og svo------. Hann lauk ekki setningunni
— Hvað viltu að ég geri? Ég veit.
— Það kemur ekkert því við, hvað ég vil að þú skulir
gera eða vil ekki.
— Ég þarf ekki að vita meira. Jæja, við skulum þá
fara. Tralalala. Reikningarnir hér! Ég vona, að þér mis-
líki ekki, þó ég drekki úr glasinu þínu.
-----o-----
8
Kjarnar — Nr. 13