Kjarnar - 01.09.1950, Page 12
Ef sjómenn væru spurðir, þeir sem í förum eru milli
meginlandanna, hverja býsn þeir vissu mesta hafa
orðið á þeim slóðum, þá er vel til, að þeir kæmu með:
Mannhvarfið af henni Maríu Celeste. í átta tugi ára
hafa sjómenn út um víða veröld þjarkað um þær gátur:
Því fóru menn af skipinu og hvað varð af skipshöfn-
inni? Og allir eru jafnnær eftir sem áður. Enginn
vottur er til, sem hægt sé að ráða af, með hverju eðli-
legu móti eða óeðlilegu það raunalega slys kunni að
hafa atvikast.
Það er alkunna af opinberum réttargerðum, að skipið
fannst mannlaust úti á rúmsjó, en það er líka allt og
sumt. Engar menjar hafa síðan fundizt af skipshöfninni,
Þrettán, það er óhappatala, „skyldi henni vera um að
kenna,“ dettur upp úr sjóurum þeim, sem hjátrúar inn-
rættir eru.
Þó mörg ár séu liðin síðan óhapp það skeði, eru menn
engu fróðari um það nú heldur en skipstjórinn var,
þegar hann fann skipið mannlaust, og nóg er til að gera
sér getgátur um, því enginn hefur enn getað komið
með útlistan á því, sem nokkurt hald sé í og standi
heima við atriði þau, sem kunn eru af réttargerðunum.
10
Kjarnar — Nr. 13