Kjarnar - 01.09.1950, Side 13
Hér verða nú sögð atriði þessi, það er að segja allt, sem
menn vita um atburð þennan eftir fjörutíu ár.
Hví fóru menn af Maríu Celeste? Engin af þeim
þrettán sálum, sem sigldu á skipinu frá New York,
hefur komið aftur í leitirnar til að segja frá hvað hafi
komið þeim til að flýja skipið í skyndi. Það fannst
undir seglum, mannlaust, á Atlantzhafinu daginn eftir
að skipverjar skildu við það, með bátana í skorðum og
nægar vistir innan borðs.
Það var snemma í september 1872, að skipstjóri Ben
Griggs frá Nýja Englandi stóð á Eystriár-hafnargarði í
New York og sá á, að síðasta stykkið var flutt á skip
út og ofan í káetu hans. Það var saumavél konu hans,
því kona hans ætlaði að fara með honum á Maríu
Celeste, 500 smálesta skipi, og förinni heitið til Genúa.
Það var jafnsnemma að saumavélin var færð út á skip
og skipstjórafrúin kom ofan að höfninni í föruneyti
skipseiganda, og hafði með sér börn þeirra hjóna, sjö
ára gamla telpu og drenghnokka tólf ára.
Drengurinn rann óðar til föður síns organdi: „Lofaðu
mér að fara með þér, pabbi, eins og henni systur
minni.“
„Vertu stilltur, drengur minn, og láttu ekki svona,“
svaraði faðir hans. „Þú hefur farið tvisvar með mér, og
nú er bezt að þú sért eftir og farir í skóla.“
„En mér leiðist, að vera ekki hjá mömmu og systur
minni,“ anzaði drengurinn.
„Ójá, ég býst við því“ svaraði faðir hans, eins og
honum hefði ekki hugkvæmst það fyrri; svo sneri hann
Kjarnar — Nr. 13
11